Framhaldsskólinn fyrir alla? Hrönn Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar