10 bækur sem gera lífið aðeins betra Rikka skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Fjöldinn allur af bókum hafa verið skrifaðar um hamingjuna og leið að betri heilsu. Þær lofa hverjar af annarri töfralausnum á örskotsstundu. Það hljómar óskaplega vel en er nú oftast ekki raunin við nánari skoðun. Hamingjan felst í ferðalaginu sjálfu og hugarfarinu gagnvart því en einnig því að tína ekki barninu í sjálfum sér og gleðjast yfir litlu hlutunum sem glæða líf okkar litum. Eftirfarandi tíu bækur endurspegla þessa lífsspeki, allar á sinn hátt; The how of happiness – Sonja LyubomirskyHöfundur bókarinnar er háskólaprófessor sem gert hefur þúsundir sálfræðirannsókna á konum sem körlum. Bókin er afrakstur og samantekt úr þessum rannsóknum og sýnir á einfaldan máta hvernig þú getur gert líf þitt hamingjuríkara með einföldum leiðum. Birtingur – Voltaire Bráðskemmtileg bók sem rituð var um miðja 18.öld af ritsnillingnum franska Voltaire og þýdd af Halldóri Laxness. Bókin er í rauninni háðsdeila á heimspekikenningar sem samtíðarmenn Voltaires settu fram og gerir á köflum grín að bjartsýni. Aðalsögupersónan kemst þó að því í lokin að hver og einn skapar sína paradís með því að rækta garðinn sinn og oftar en ekki þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna hamingjuna. Þessi bók er skyldulesning og einstaklega skemmtilega þýdd.How to win friends and influence people – Dale Carnegie Tilgangur þessarar bókar er að hjálpa lesandanum að leysa stærsta verkefni lífs síns: Að ná til og hafa áhrif á annað fólk. Bókin bendir á einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla hæfni í mannlegum samskiptum, vinna aðra á sitt band og hafa áhrif á umhverfið í einkalífi, félagslífi og starfi. Ein mest selda og áhrifaríkasta bók sinnar tegundar frá upphafi.The power of now – Eckhart TolleHöfundur bókarinnar er einn fremsti lífsspekingur okkar tíma og hefur skrifað fjölda bóka og haldið fyrirlestra um mikilvægi þess að vera í núinu því þar sé hina sönnu hamingju að finna. Í bókinni deilir Eckhart ferðalagi sínu frá daglegum kvíða og þunglyndi að andlegum friði og hamingju. Mátturinn í núinu, eins og hún heitir upp á íslensku, hefur farið sigurför um heiminn og er Oprah Winfrey meðal hans allra stærstu aðdáenda en hann hefur margoft komið fram í þáttum hennar. Man´s search for meaning – Viktor E. FranklMögnuð bók þar sem að höfundur bókarinnar deilir reynslu sinni úr fangabúðum þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og þeirri leið hans til þess að finna jákvæðan punkt hvern dag í þessum erfiðu aðstæðum. Bókin er mannbætandi og hefur verið valin ein af tíu áhrifamestu bókum Bandaríkjanna. The art of happiness - Dalai LamaÍ þessari einstöku bók greinir Dalai Lama, einn fremsti andlegi leiðtogi heims, frá því hvernig hann öðlaðist sálarró og sigrast á þunglyndi, kvíða, reiði, afbrýði eða bara hversdagslegri geðvonsku. Hann ræðir um mannleg samskipti, heilbrigði, fjölskyldu og vinnu og sýnir fram á að innri friður er öflugasta vopnið í baráttunni við dagleg vandamál. Bókin gefur glögga og raunhæfa mynd af því hvernig haga má lífinu sér og öðrum til farsældar og öðlast varanlega hamingju. Bókin hefur verið þýdd á íslensku og kallast Leiðin til lífshamingju.Litli prinsinn - Antoine De Saint-ExupérySagan um litla prinsinn er eftir flugmanninn Antoine og kom út um miðja síðustu öld. Bókin er sögð vera innblástur höfundarins af því þegar hann brotlenti flugvél sinni í miðri Sahara eyðimörkinni og kynnist þar ungum dreng. Í gegnum þessi kynni lærir hann að meta mikilvægi einlægra samskipta. Bókin er í raun falleg hugleiðing um lífið og mikilvægi þess að týna ekki barninu í sjálfum sér. Alkemistinn - Paul CoelhoMjög skemmtileg frásögn Pauls af söguhetjunni Santiago sem ferðast til Afríku í leit sinni að fjársjóði. Á leiðinni lendir hann í spennandi ævintýrum og kynnist litríkum einstaklingum sem hafa áhrif á hann. Höfundurinn nær á áhrífaríkan hátt að flétta inn í söguþráðinn mikilvægi þess að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för. Bókin er í vandaðri þýðingu Thors Vilhjálmssonar heitins. Hamingjan eflir heilsuna - Borghildur SverrisdóttirBorghildur Sverrisdóttir sendi nýverið frá sér þessa áhugaverðu bók sem fjallar um mikilvægi jákvæðrar sálfræði í daglegu lífi og hvaða uppbyggjandi áhrif leiðir hennar geta haft áhrif á líf okkar. Bókin sýnir lesendum einfaldar leiðir að því hvernig við getum skapað okkar eigin viðhorf og hugarfar. Add more -ing to your life - Gabrielle Bernstein Gabrielle er einn heitasti andlegi og hvatningar- fyrirlesari í Bandaríkjunum þessa dagana. Hún hefur skrifað fjölda bóka um það hvernig við getum lifað lífinu til hins ítrasta. Í þessari bók færir hún lesendum áhugaverða og nýja nálgun á lífið á skynsamlegan hátt og það hvernig við getum orðið hamingjusamari dagsdaglega. Heilsa Tengdar fréttir 10 áhrifamestu heimildamyndirnar um heilsu og mataræði Heilsuvísir tók saman lista af 10 áhrifamestu heimildamyndunum um heilsu og mataræði sem hafa verið gerðar á síðasta áratug. 26. september 2014 09:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjöldinn allur af bókum hafa verið skrifaðar um hamingjuna og leið að betri heilsu. Þær lofa hverjar af annarri töfralausnum á örskotsstundu. Það hljómar óskaplega vel en er nú oftast ekki raunin við nánari skoðun. Hamingjan felst í ferðalaginu sjálfu og hugarfarinu gagnvart því en einnig því að tína ekki barninu í sjálfum sér og gleðjast yfir litlu hlutunum sem glæða líf okkar litum. Eftirfarandi tíu bækur endurspegla þessa lífsspeki, allar á sinn hátt; The how of happiness – Sonja LyubomirskyHöfundur bókarinnar er háskólaprófessor sem gert hefur þúsundir sálfræðirannsókna á konum sem körlum. Bókin er afrakstur og samantekt úr þessum rannsóknum og sýnir á einfaldan máta hvernig þú getur gert líf þitt hamingjuríkara með einföldum leiðum. Birtingur – Voltaire Bráðskemmtileg bók sem rituð var um miðja 18.öld af ritsnillingnum franska Voltaire og þýdd af Halldóri Laxness. Bókin er í rauninni háðsdeila á heimspekikenningar sem samtíðarmenn Voltaires settu fram og gerir á köflum grín að bjartsýni. Aðalsögupersónan kemst þó að því í lokin að hver og einn skapar sína paradís með því að rækta garðinn sinn og oftar en ekki þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna hamingjuna. Þessi bók er skyldulesning og einstaklega skemmtilega þýdd.How to win friends and influence people – Dale Carnegie Tilgangur þessarar bókar er að hjálpa lesandanum að leysa stærsta verkefni lífs síns: Að ná til og hafa áhrif á annað fólk. Bókin bendir á einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla hæfni í mannlegum samskiptum, vinna aðra á sitt band og hafa áhrif á umhverfið í einkalífi, félagslífi og starfi. Ein mest selda og áhrifaríkasta bók sinnar tegundar frá upphafi.The power of now – Eckhart TolleHöfundur bókarinnar er einn fremsti lífsspekingur okkar tíma og hefur skrifað fjölda bóka og haldið fyrirlestra um mikilvægi þess að vera í núinu því þar sé hina sönnu hamingju að finna. Í bókinni deilir Eckhart ferðalagi sínu frá daglegum kvíða og þunglyndi að andlegum friði og hamingju. Mátturinn í núinu, eins og hún heitir upp á íslensku, hefur farið sigurför um heiminn og er Oprah Winfrey meðal hans allra stærstu aðdáenda en hann hefur margoft komið fram í þáttum hennar. Man´s search for meaning – Viktor E. FranklMögnuð bók þar sem að höfundur bókarinnar deilir reynslu sinni úr fangabúðum þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og þeirri leið hans til þess að finna jákvæðan punkt hvern dag í þessum erfiðu aðstæðum. Bókin er mannbætandi og hefur verið valin ein af tíu áhrifamestu bókum Bandaríkjanna. The art of happiness - Dalai LamaÍ þessari einstöku bók greinir Dalai Lama, einn fremsti andlegi leiðtogi heims, frá því hvernig hann öðlaðist sálarró og sigrast á þunglyndi, kvíða, reiði, afbrýði eða bara hversdagslegri geðvonsku. Hann ræðir um mannleg samskipti, heilbrigði, fjölskyldu og vinnu og sýnir fram á að innri friður er öflugasta vopnið í baráttunni við dagleg vandamál. Bókin gefur glögga og raunhæfa mynd af því hvernig haga má lífinu sér og öðrum til farsældar og öðlast varanlega hamingju. Bókin hefur verið þýdd á íslensku og kallast Leiðin til lífshamingju.Litli prinsinn - Antoine De Saint-ExupérySagan um litla prinsinn er eftir flugmanninn Antoine og kom út um miðja síðustu öld. Bókin er sögð vera innblástur höfundarins af því þegar hann brotlenti flugvél sinni í miðri Sahara eyðimörkinni og kynnist þar ungum dreng. Í gegnum þessi kynni lærir hann að meta mikilvægi einlægra samskipta. Bókin er í raun falleg hugleiðing um lífið og mikilvægi þess að týna ekki barninu í sjálfum sér. Alkemistinn - Paul CoelhoMjög skemmtileg frásögn Pauls af söguhetjunni Santiago sem ferðast til Afríku í leit sinni að fjársjóði. Á leiðinni lendir hann í spennandi ævintýrum og kynnist litríkum einstaklingum sem hafa áhrif á hann. Höfundurinn nær á áhrífaríkan hátt að flétta inn í söguþráðinn mikilvægi þess að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för. Bókin er í vandaðri þýðingu Thors Vilhjálmssonar heitins. Hamingjan eflir heilsuna - Borghildur SverrisdóttirBorghildur Sverrisdóttir sendi nýverið frá sér þessa áhugaverðu bók sem fjallar um mikilvægi jákvæðrar sálfræði í daglegu lífi og hvaða uppbyggjandi áhrif leiðir hennar geta haft áhrif á líf okkar. Bókin sýnir lesendum einfaldar leiðir að því hvernig við getum skapað okkar eigin viðhorf og hugarfar. Add more -ing to your life - Gabrielle Bernstein Gabrielle er einn heitasti andlegi og hvatningar- fyrirlesari í Bandaríkjunum þessa dagana. Hún hefur skrifað fjölda bóka um það hvernig við getum lifað lífinu til hins ítrasta. Í þessari bók færir hún lesendum áhugaverða og nýja nálgun á lífið á skynsamlegan hátt og það hvernig við getum orðið hamingjusamari dagsdaglega.
Heilsa Tengdar fréttir 10 áhrifamestu heimildamyndirnar um heilsu og mataræði Heilsuvísir tók saman lista af 10 áhrifamestu heimildamyndunum um heilsu og mataræði sem hafa verið gerðar á síðasta áratug. 26. september 2014 09:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
10 áhrifamestu heimildamyndirnar um heilsu og mataræði Heilsuvísir tók saman lista af 10 áhrifamestu heimildamyndunum um heilsu og mataræði sem hafa verið gerðar á síðasta áratug. 26. september 2014 09:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið