Assassins Creed Unity: Líflegasti leikur seríunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2014 12:00 Unity gerist í París á tímum frönsku byltingarinnar og umhverfi Assassins Creed-seríunnar hefur aldrei verið jafnlifandi. Mynd/ubisoft Mynd/Ubistoft Assassins Creed Unity er með betri leikjum Assassins Creed-seríunnar. Leikurinn er góð blanda af skemmtilegum nýjungum og því besta úr gömlu leikjunum. Leikurinn gerist í París á tímum frönsku byltingarinnar og umhverfi AC-leikja hefur aldrei verið jafnlifandi. Greinilegt er að gífurleg vinna hefur farið í gerð borgarinnar. Á móti kemur þó að þrátt fyrir hve mikið er um að vera í borginni, er leikmaður nokkuð utangátta í þeirri baráttu sem á sér stað. Nóg er að gera fyrir launmorðingja í París og eru viðburðir þéttir á gríðarlega stóru kortinu. Þó eru viðburðir sem ekki er hægt að taka þátt í án þess að greiða fyrir það aukalega eða nota snjallsímaforrit. Það er allt gott og blessað við það að greiða aukalega fyrir að efni sé bætt við leikinn. Að geta ekki opnað kistu sem þegar er í leiknum, án þess að taka upp kreditkortið, er of langt gengið.Þegar kemur að launmorðum í leiknum er litið til fortíðar, þar sem leikmenn þurfa nú að hafa fyrir því að komast að skotmörkum sínum. Að nokkru leyti minna þau nú á gömlu Hitman-leikina, þar sem leikmönnum er nú gefinn möguleiki á að leysa verkefnin á mismunandi hátt hverju sinni, með því að nýta umhverfi sitt. Oftar en ekki gengur ekki upp að hlaupa upp að skotamarki sínu, drepa það og hlaupa í burtu. Þá hefur bardagakerfi leiksins einnig verið breytt og er það nú erfiðara en áður og minnir á fyrsta Assassins Creed-leikinn og ævintýri Altaïr. Klifrið og frjálsa hlaupið hefur einnig fengið andlitslyftingu og virkar nú betur en áður. Þó kemur fyrir að maður stendur fastur upp á til dæmis borði og kemst ekki af því á meðan skotmarkið hleypur í burtu. Þegar leikurinn kom fyrst út varð hann fyrir mikilli gagnrýni vegna svokallaðra „glitcha“ þar sem leikmenn urðu vitni af andlitum fólks í leiknum hverfa og að aðrir gengu inn í veggi. Mikið af þeim göllum hafa verið lagaðir með uppfærslu og Ubisoft hefur lofað að laga þá alla innan skamms. Fjöldinn allur af vopnum og fatnaði er í leiknum og hægt að einbeita sér að mismunandi tegundum vopna eins og spjótum, öxum og riflum. Sé tillit tekið til alls, þá er endurspilunargildi Unity töluvert, þar sem hægt er að spila með allt öðrum áherslum í mörg skipti.Unity lítur einstaklega vel út og París er gríðarlega stór.Mynd/UbisoftFjölspilun í leiknum er með öðru sniði en áður hefur þekkst. Leikmenn geta ekki lengur vegið vini sína og ókunnuga. Þess í stað þurfa þeir nú að snúa bökum saman til að leysa verkefni. Fjölmörg verkefni sem ætluð eru samspilun eru í Unity, en mögulegt er að leysa þau einn, þó það sé í erfiðari kantinum. Aðdáendur seríunnar ættu ekki að láta Unity fara fram hjá sér, en þó ættu þeir ekki að vonast eftir miklum svörum við þeim stóru spurningum sem eru uppi í hinum flókna Assassins Creed-heimi. Þetta ferðalag til Parísar ætti ekki að valda vonbrigðum og þá sérstaklega fyrir þá sem þegar hafa heimsótt Jerúsalem, Boston, Flórens, Róm og Karíbahafið. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Assassins Creed Unity er með betri leikjum Assassins Creed-seríunnar. Leikurinn er góð blanda af skemmtilegum nýjungum og því besta úr gömlu leikjunum. Leikurinn gerist í París á tímum frönsku byltingarinnar og umhverfi AC-leikja hefur aldrei verið jafnlifandi. Greinilegt er að gífurleg vinna hefur farið í gerð borgarinnar. Á móti kemur þó að þrátt fyrir hve mikið er um að vera í borginni, er leikmaður nokkuð utangátta í þeirri baráttu sem á sér stað. Nóg er að gera fyrir launmorðingja í París og eru viðburðir þéttir á gríðarlega stóru kortinu. Þó eru viðburðir sem ekki er hægt að taka þátt í án þess að greiða fyrir það aukalega eða nota snjallsímaforrit. Það er allt gott og blessað við það að greiða aukalega fyrir að efni sé bætt við leikinn. Að geta ekki opnað kistu sem þegar er í leiknum, án þess að taka upp kreditkortið, er of langt gengið.Þegar kemur að launmorðum í leiknum er litið til fortíðar, þar sem leikmenn þurfa nú að hafa fyrir því að komast að skotmörkum sínum. Að nokkru leyti minna þau nú á gömlu Hitman-leikina, þar sem leikmönnum er nú gefinn möguleiki á að leysa verkefnin á mismunandi hátt hverju sinni, með því að nýta umhverfi sitt. Oftar en ekki gengur ekki upp að hlaupa upp að skotamarki sínu, drepa það og hlaupa í burtu. Þá hefur bardagakerfi leiksins einnig verið breytt og er það nú erfiðara en áður og minnir á fyrsta Assassins Creed-leikinn og ævintýri Altaïr. Klifrið og frjálsa hlaupið hefur einnig fengið andlitslyftingu og virkar nú betur en áður. Þó kemur fyrir að maður stendur fastur upp á til dæmis borði og kemst ekki af því á meðan skotmarkið hleypur í burtu. Þegar leikurinn kom fyrst út varð hann fyrir mikilli gagnrýni vegna svokallaðra „glitcha“ þar sem leikmenn urðu vitni af andlitum fólks í leiknum hverfa og að aðrir gengu inn í veggi. Mikið af þeim göllum hafa verið lagaðir með uppfærslu og Ubisoft hefur lofað að laga þá alla innan skamms. Fjöldinn allur af vopnum og fatnaði er í leiknum og hægt að einbeita sér að mismunandi tegundum vopna eins og spjótum, öxum og riflum. Sé tillit tekið til alls, þá er endurspilunargildi Unity töluvert, þar sem hægt er að spila með allt öðrum áherslum í mörg skipti.Unity lítur einstaklega vel út og París er gríðarlega stór.Mynd/UbisoftFjölspilun í leiknum er með öðru sniði en áður hefur þekkst. Leikmenn geta ekki lengur vegið vini sína og ókunnuga. Þess í stað þurfa þeir nú að snúa bökum saman til að leysa verkefni. Fjölmörg verkefni sem ætluð eru samspilun eru í Unity, en mögulegt er að leysa þau einn, þó það sé í erfiðari kantinum. Aðdáendur seríunnar ættu ekki að láta Unity fara fram hjá sér, en þó ættu þeir ekki að vonast eftir miklum svörum við þeim stóru spurningum sem eru uppi í hinum flókna Assassins Creed-heimi. Þetta ferðalag til Parísar ætti ekki að valda vonbrigðum og þá sérstaklega fyrir þá sem þegar hafa heimsótt Jerúsalem, Boston, Flórens, Róm og Karíbahafið.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira