Ætlum að klára dæmið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 06:30 Þórey Rósa gerir ráð fyrir að það verði erfiðara að spila gegn Makedóníu en Ítalíu. fréttablaðið/stefán Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira