Þú munt dá Brahms Jónas Sen skrifar 16. desember 2014 12:00 Kammersveit Reykjavíkur „Tónlistarfólkinu liggur það mikið á hjarta að hlustandinn hrífst með.“ Vísir/Ernir Tónlist Kvöldstund með Brahms Kammersveit Reykjavíkur SmekkleysaEinn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur. Samt er ekkert frumlegt við diskinn. Það eru engar nýjar tónsmíðar á honum, ekkert sniðugt konsept sem æpir á athygli. Kápan er ekki heldur neitt sem maður tekur eftir. Þar er bara ljósmynd af tónskáldinu, ein af mörgum sem hafa birst ótal sinnum. Svo hvað er svona spennandi við geisladiskinn? Jú, það er hversu góður hann er. Nú er til fullt af upptökum með erlendum öndvegismúsíköntum þar sem þeir flytja sömu verk, en Kammersveitin stendur þeim fyllilega jafnfætis. Tæknilega séð er flutningurinn óaðfinnanlegur. Hornleikur Josephs Ognibenes í horntríóinu opus 40 er svo fagur að hann er eins og rödd úr himnaríki. Söngur Rannveigar Fríðu Bragadóttur í tveimur sönglögum opus 91 er þéttur og öruggur. Samspilið í strengjasextett opus 18 er nákvæmt og fágað, sveitin leikur líkt og einn maður. Meira að segja pizzicatóið, þ.e. strengjaplokkið í lok fyrsta kaflans er eins nálægt fullkomnun og hægt er að hugsa sér. Það er samt ekki málið. Að sjálfsögðu þarf tæknin að vera pottþétt. En ef rétta tilfinningin er ekki í túlkuninni hafa tæknilegir yfirburðir litla þýðingu. Hér er Kammersveitin stöðugt að segja sögu. Hver einasti tónn hefur merkingu. Tónlistarfólkinu liggur það mikið á hjarta að hlustandinn hrífst með. Fyrir bragðið er tónlistin svo falleg að ekki er annað hægt en að loka bara augunum og gefa sig skáldskapnum á vald. Brahms er einfaldlega dásamlegur á þessum geisladiski.Niðurstaða: Algerlega frábær geisladiskur með tímalausum upptökum á tónlist Brahms. Gagnrýni Menning Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kvöldstund með Brahms Kammersveit Reykjavíkur SmekkleysaEinn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur. Samt er ekkert frumlegt við diskinn. Það eru engar nýjar tónsmíðar á honum, ekkert sniðugt konsept sem æpir á athygli. Kápan er ekki heldur neitt sem maður tekur eftir. Þar er bara ljósmynd af tónskáldinu, ein af mörgum sem hafa birst ótal sinnum. Svo hvað er svona spennandi við geisladiskinn? Jú, það er hversu góður hann er. Nú er til fullt af upptökum með erlendum öndvegismúsíköntum þar sem þeir flytja sömu verk, en Kammersveitin stendur þeim fyllilega jafnfætis. Tæknilega séð er flutningurinn óaðfinnanlegur. Hornleikur Josephs Ognibenes í horntríóinu opus 40 er svo fagur að hann er eins og rödd úr himnaríki. Söngur Rannveigar Fríðu Bragadóttur í tveimur sönglögum opus 91 er þéttur og öruggur. Samspilið í strengjasextett opus 18 er nákvæmt og fágað, sveitin leikur líkt og einn maður. Meira að segja pizzicatóið, þ.e. strengjaplokkið í lok fyrsta kaflans er eins nálægt fullkomnun og hægt er að hugsa sér. Það er samt ekki málið. Að sjálfsögðu þarf tæknin að vera pottþétt. En ef rétta tilfinningin er ekki í túlkuninni hafa tæknilegir yfirburðir litla þýðingu. Hér er Kammersveitin stöðugt að segja sögu. Hver einasti tónn hefur merkingu. Tónlistarfólkinu liggur það mikið á hjarta að hlustandinn hrífst með. Fyrir bragðið er tónlistin svo falleg að ekki er annað hægt en að loka bara augunum og gefa sig skáldskapnum á vald. Brahms er einfaldlega dásamlegur á þessum geisladiski.Niðurstaða: Algerlega frábær geisladiskur með tímalausum upptökum á tónlist Brahms.
Gagnrýni Menning Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið