Hvert viljum við stefna? Ingimar Einarsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir ýtrustu gæðakröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Evrópustefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hvenær eða hvort hún kemst í framkvæmd.Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er einkennandi hversu undirbúningur framkvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt gengið hratt fyrir sig loks þegar ákveðið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungssjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarðanir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Um miðjan síðasta áratug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapeningunum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kominn vel af stað þegar efnahagshrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verkfræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbyggingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað.Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel menntað. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heilbrigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars staðar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækjabúnaðar, slæms vinnuumhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþróuðum lækningatækjum, líftæknilyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans viðunandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Einbýli sem áætluð eru á nýjum spítala munu til dæmis draga úr spítalasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækningatæki, svo sem jáeindaskanni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segulómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem faglegum ávinningi af nútímavæðingu þjóðarspítalans.Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafnvel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkrahúsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Danmörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar framkvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raunhæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: Langtímastefnumótun heilbrigðisyfirvalda Skilvirkt skipulag heilbrigðisþjónustu. Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónustunnar er einfaldlega spurning um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum samfélagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárframlög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður meðal þeirra efstu á listanum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun