Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 12:03 Auður Jónsdóttir segist hafa, fyrir tæpum tíu árum, ruglað saman ólíkum málum sem hættulegt er að rugla þeim saman. Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“ Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“
Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira