Aron: Vorum of fljótir að hengja haus Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:58 Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. Vísir/Ernir „Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20 Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42 Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
„Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20 Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42 Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01
Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið "Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:20
Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax "Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:42
Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað "Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústafsson markvörður Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. 4. janúar 2015 18:27