Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira