Guðmundur: Og så videre Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 15:00 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira