Þess vegna er fimmta sætið svona mikilvægt fyrir Dag og Guðmund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 17:45 Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Ulrik Wilbek, yfirmaður landsliðsmála hjá danska handboltasambandinu, hefur reiknað það út að það sé mjög mikilvægt að ná fimmta sætinu á HM í Katar. Danskir fjölmiðlar fjalla um þetta í dag. Danir duttu út úr leik í átta liða úrslitunum á HM í gær og sama hlutskipti var hjá þýska landsliðinu. Íslensku þjálfararnir Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) hafa góða ástæðu til að undirbúa sína menn vel fyrir baráttuna um fimmta sætið. Þetta snýst núna allt um það hjá liðunum tveimur að tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 en hún fer fram vorið 2016. Heimsmeistararnir tryggja sér sæti á ÓL en liðin í öðru til sjöunda fá sæti í forkeppninni. Evrópumeistararnir á næsta ári fá líka sæti á ÓL sem og Asíumeistararnir. Katar er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn og vinni liðið Asíukeppnina á næsta ári þá ætti liðið í áttunda sæti einnig að komast í forkeppnina. Hingað til hafa liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti fengið að halda sinn riðil í undankeppninni og það er fyrirkomulag sem evrópska sambandið vill hafa áfram þótt að IHF hafi meiri áhuga á því að undanriðlarnir fari fram í þremur mismundandi álfum. Verði sama fyrirkomulag áfram og Katar tryggir sér Asíumeistaratitilinn þá ætti liðið í fimmta sætinu að fá að halda sinn riðil á næsta ári. Það gæti haft mikið að segja í baráttunni um ÓL-sæti. Þetta er líka spurning um að lenda ekki í of erfiðum riðli. Liðið í sjötta sæti lendir í riðli með bronsliði HM sem gæti orðið annaðhvort Spánn eða Frakkland. Tryggi Katarliðið sér sætið á ÓL með því að vinna Asíukeppnina kemur það hugsanlega í hlut liðsins í sjöunda sæti að lenda með annaðhvort Spáni eða Frakklandi í riðli. Sjötta og sjöunda sætið eru því ekki alltof spennandi. Það er því ekkert skrýtið að Ulrik Wilbek og danska handboltasambandið veki athygli sinna manna á því hversu mikilvægt það sé að lenda í fimmta sætinu. Danir mæta Slóvenum á morgun og Þjóðverjar spila við Króata. Sigurvegararnir spila um fimmta sætið en tapliðin um það sjöunda.Sætin tólf sem eru í boði í handboltakeppni Ólympíuleikanna 2016: Gestgjafi: Eitt sæti (Brasilía) Heimsmeistari í Katar 2015: Eitt sæti Ameríkumeistari í Kanada 2015: Eitt sæti Asíumeistari í Katar 2015: Eitt sæti Afríkumeistarar í Egyptalandi 2015: Eitt sæti Evrópukeppnin í Póllandi 2016: Eitt sæti 1. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti 2. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti 3. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Ulrik Wilbek, yfirmaður landsliðsmála hjá danska handboltasambandinu, hefur reiknað það út að það sé mjög mikilvægt að ná fimmta sætinu á HM í Katar. Danskir fjölmiðlar fjalla um þetta í dag. Danir duttu út úr leik í átta liða úrslitunum á HM í gær og sama hlutskipti var hjá þýska landsliðinu. Íslensku þjálfararnir Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) hafa góða ástæðu til að undirbúa sína menn vel fyrir baráttuna um fimmta sætið. Þetta snýst núna allt um það hjá liðunum tveimur að tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 en hún fer fram vorið 2016. Heimsmeistararnir tryggja sér sæti á ÓL en liðin í öðru til sjöunda fá sæti í forkeppninni. Evrópumeistararnir á næsta ári fá líka sæti á ÓL sem og Asíumeistararnir. Katar er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn og vinni liðið Asíukeppnina á næsta ári þá ætti liðið í áttunda sæti einnig að komast í forkeppnina. Hingað til hafa liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti fengið að halda sinn riðil í undankeppninni og það er fyrirkomulag sem evrópska sambandið vill hafa áfram þótt að IHF hafi meiri áhuga á því að undanriðlarnir fari fram í þremur mismundandi álfum. Verði sama fyrirkomulag áfram og Katar tryggir sér Asíumeistaratitilinn þá ætti liðið í fimmta sætinu að fá að halda sinn riðil á næsta ári. Það gæti haft mikið að segja í baráttunni um ÓL-sæti. Þetta er líka spurning um að lenda ekki í of erfiðum riðli. Liðið í sjötta sæti lendir í riðli með bronsliði HM sem gæti orðið annaðhvort Spánn eða Frakkland. Tryggi Katarliðið sér sætið á ÓL með því að vinna Asíukeppnina kemur það hugsanlega í hlut liðsins í sjöunda sæti að lenda með annaðhvort Spáni eða Frakklandi í riðli. Sjötta og sjöunda sætið eru því ekki alltof spennandi. Það er því ekkert skrýtið að Ulrik Wilbek og danska handboltasambandið veki athygli sinna manna á því hversu mikilvægt það sé að lenda í fimmta sætinu. Danir mæta Slóvenum á morgun og Þjóðverjar spila við Króata. Sigurvegararnir spila um fimmta sætið en tapliðin um það sjöunda.Sætin tólf sem eru í boði í handboltakeppni Ólympíuleikanna 2016: Gestgjafi: Eitt sæti (Brasilía) Heimsmeistari í Katar 2015: Eitt sæti Ameríkumeistari í Kanada 2015: Eitt sæti Asíumeistari í Katar 2015: Eitt sæti Afríkumeistarar í Egyptalandi 2015: Eitt sæti Evrópukeppnin í Póllandi 2016: Eitt sæti 1. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti 2. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti 3. riðill í forkeppni ÓL 2016: Tvö sæti
HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira