Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2015 09:29 Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03