Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 12:00 Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni. HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira