Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 12:00 Guðmundur er hugsi yfir skorti á upplýsingum frá IHF. Vísir/Eva Björk Sérstök staða er komin upp fyrir leik Danmerkur og Króatíu um 5. sætið á HM í handbolta í dag. Enginn virðist vita hvað felist nákvæmlega í því að lenda í 5. sæti mótsins. Undankeppni næstu Ólympíuleika fer fram á næsta ári. Þeim tólf liðum sem þangað komast verður skipt í þrjá riðla og hingað til hafa þeir farið fram í löndum þeirra liða sem hafa lent í 2., 3. og 4. sæti HM. Ef Katar verður Asíumeistari á næsta ári munu liðin í 3., 4. og 5. sæti halda sína riðla í undankeppninni - miðað við fyrirkomulag undankeppninnar hingað til. En Alþjóðahandknattleikssambandið hefur enn ekki gefið út hvort þær reglur munu einnig eiga við nú. Sá möguleiki hefur verið ræddur að láta riðlana þrjá fara fram í þremur heimsálfum en ekki er vitað hvernig það verður ákveðið. „Þetta var afar mikilvægur sigur upp á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eftir sigurinn á Slóveníu í gær. „Nú spilum við gegn Króatíu um 5. sætið og mögulega að keppa á heimavelli í undankeppni HM. Mögulega. Það veit enginn. Og það er merkilegt finnst mér. Afar merkilegt. Að maður veit það ekki.“ „Mér finnst einfaldlega merkilegt að þessar upplýsingar hafi ekki borist frá IHF. Að maður fái ekki að vita um hvað er verið að spila. Skiptir 5. sætið máli eða eitthvað annað?“ „Ég vil ekki nota of sterk orð um þetta. Ég bara skil ekki hvernig þetta er til komið. Mér finnst það undarlegt.“ Leikur Danmerkur og Króatíu hefst klukkan 16.15 í dag. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00 Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Sérstök staða er komin upp fyrir leik Danmerkur og Króatíu um 5. sætið á HM í handbolta í dag. Enginn virðist vita hvað felist nákvæmlega í því að lenda í 5. sæti mótsins. Undankeppni næstu Ólympíuleika fer fram á næsta ári. Þeim tólf liðum sem þangað komast verður skipt í þrjá riðla og hingað til hafa þeir farið fram í löndum þeirra liða sem hafa lent í 2., 3. og 4. sæti HM. Ef Katar verður Asíumeistari á næsta ári munu liðin í 3., 4. og 5. sæti halda sína riðla í undankeppninni - miðað við fyrirkomulag undankeppninnar hingað til. En Alþjóðahandknattleikssambandið hefur enn ekki gefið út hvort þær reglur munu einnig eiga við nú. Sá möguleiki hefur verið ræddur að láta riðlana þrjá fara fram í þremur heimsálfum en ekki er vitað hvernig það verður ákveðið. „Þetta var afar mikilvægur sigur upp á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eftir sigurinn á Slóveníu í gær. „Nú spilum við gegn Króatíu um 5. sætið og mögulega að keppa á heimavelli í undankeppni HM. Mögulega. Það veit enginn. Og það er merkilegt finnst mér. Afar merkilegt. Að maður veit það ekki.“ „Mér finnst einfaldlega merkilegt að þessar upplýsingar hafi ekki borist frá IHF. Að maður fái ekki að vita um hvað er verið að spila. Skiptir 5. sætið máli eða eitthvað annað?“ „Ég vil ekki nota of sterk orð um þetta. Ég bara skil ekki hvernig þetta er til komið. Mér finnst það undarlegt.“ Leikur Danmerkur og Króatíu hefst klukkan 16.15 í dag.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00 Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45