Forseti IHF: Engin mannréttindabrot í Katar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 17:15 Hassan Moustafa er umdeildur. vísir/getty Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei. HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira