Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 12:00 Caroline Wozniacki og Ronda Rousey. myndir/si.com Tennisdrottningin Caroline Wozniacki og bardagakappinn Ronda Rousey sitja fyrir í sundfatahefti Sports Illustrated fyrir árið 2015. Þær eru einu íþróttamennirnir sem eru með í ár en þær stöllur eru gjörsamlega guðdómlegar eins og sjá má á myndum á vefsíðu tímaritsins. Myndir af Rondu má finna hér en myndir af Wozniacki hér. „Ég frétti á fullkomnum tíma að ég fengi að vera með í sundfataheftinu. Ég var að æfa fyrir New York-maraþonið og að spila tennis þannig mér fannst líkaminn í frábæru standi,“ segir Wozniacki. „Ég var rosalega spennt fyrir þessu. Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að gera,“ bætir hún við. Ronda Rousey, sem er orðin algjör ofurstjarna í Bandaríkjunum, er fyrsti bardagakappinn sem situr fyrir í sundfataheftinu víðfræga. „Þegar ég fékk símtalið var ég bara: „Guð minn góður.“ Ég kom varla upp orði. Ég öskraði bara og hristist,“ segir hún. Rousey er líklega sú fyrsta í sögu tímaritsins sem þyngir sig fyrir myndatöku í sundfataheftinu, en hún vildi sýna sinn rétta líkama. Rousey vildi ekki vera í sama standi og hún er rétt fyrir bardaga. „Ég velktist ekki í vafa um hvort ég ætlaði að gera þetta ég var svo spennt. Það er líka mín trú að það sé ekki bara ein tegund af líkama sem allar konur eiga að líkja eftir,“ segir Ronda Rousey um myndatökuna. Myndbönd frá tökum þeirra tveggja og viðtöl við þessar mögnuðu íþróttakonur má sjá hér að neðan.Thank you @SI_Swimsuit !! Loving the pictures!! pic.twitter.com/hNB0IqUZ6Q— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) February 9, 2015 MMA Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Tennisdrottningin Caroline Wozniacki og bardagakappinn Ronda Rousey sitja fyrir í sundfatahefti Sports Illustrated fyrir árið 2015. Þær eru einu íþróttamennirnir sem eru með í ár en þær stöllur eru gjörsamlega guðdómlegar eins og sjá má á myndum á vefsíðu tímaritsins. Myndir af Rondu má finna hér en myndir af Wozniacki hér. „Ég frétti á fullkomnum tíma að ég fengi að vera með í sundfataheftinu. Ég var að æfa fyrir New York-maraþonið og að spila tennis þannig mér fannst líkaminn í frábæru standi,“ segir Wozniacki. „Ég var rosalega spennt fyrir þessu. Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að gera,“ bætir hún við. Ronda Rousey, sem er orðin algjör ofurstjarna í Bandaríkjunum, er fyrsti bardagakappinn sem situr fyrir í sundfataheftinu víðfræga. „Þegar ég fékk símtalið var ég bara: „Guð minn góður.“ Ég kom varla upp orði. Ég öskraði bara og hristist,“ segir hún. Rousey er líklega sú fyrsta í sögu tímaritsins sem þyngir sig fyrir myndatöku í sundfataheftinu, en hún vildi sýna sinn rétta líkama. Rousey vildi ekki vera í sama standi og hún er rétt fyrir bardaga. „Ég velktist ekki í vafa um hvort ég ætlaði að gera þetta ég var svo spennt. Það er líka mín trú að það sé ekki bara ein tegund af líkama sem allar konur eiga að líkja eftir,“ segir Ronda Rousey um myndatökuna. Myndbönd frá tökum þeirra tveggja og viðtöl við þessar mögnuðu íþróttakonur má sjá hér að neðan.Thank you @SI_Swimsuit !! Loving the pictures!! pic.twitter.com/hNB0IqUZ6Q— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) February 9, 2015
MMA Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira