Aron: Ef einhver getur gert þetta er það Óli Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2015 17:41 Aron Kristjánsson fær hjálp frá Óla Stef. vísir/eva björk/epa „Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
„Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira