Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. mars 2015 11:15 Mercedes liðið er það besta í ár. Vísir/Getty Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. Svörin við þeim helstu er að finna í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Það er langt síðan Horner baðaði sig í kampavíni, það gæti verið farið að hafa áhrif á hann.Vísir/gettyMercedes á móti restYfirburðir Mercedes liðsins virðast talsverðir. Ferrari segist þó með mikilli vinnu eiga möguleika á að stríða Mercedes. Þeir komust næst því um helgina.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull kallar á reglubreytingar í samræmi við þær sem gerðar voru þegar yfirburðir Red Bull voru of miklir fyrir nokkrum árum.Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins var ekki ánægður með ummæli Horner. „Settu undir þig fjandans hausinn og legðu meira á þig,“ var haft eftir Wolff. Red Bull virðist vera komið í vælukjóa gír. Því í gær bárust fréttir af því að liðið hótaði aftur að hætta í Formúlu 1 yrðu engar breytingar gerðar. Kröfur liðsins eru þær að reglum verði breytt í átt til jafnara vélarafls og að reglurnar verði einfaldari og opnari. Horner segir að hótun liðsins sé ekki tilkomin vegna yfirburða Mercedes liðsins. En þessi gagnrýni hans heyrðist ekki þegar lið hans drottnaði frá 2010 til 2013. Hann er kannski með fráhvarfseinkenni frá reglulegum kampavínssturtum undanfarinna ára. Viðtölin á verðlaunapallinum tóku óvænta stefnu þegar Nico Rosberg sagðist vona að Ferrari gæti náð Mercedes. Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari varð hvumsa og spurði „má ég ekki bara koma í bílskúrinn til ykkar og hlusta á fundinum fyrir keppnina í Malasíu.“ Rosberg svaraði glottandi „þú ert velkominn,“ Rosberg gerði svo grín að orðaskiptunum á Twitter skömmu seinna og sendi út tilkynningu um að Vettel væri formlega boðið á fund liðsins fyrir keppnina í Malasíu og minnti landa sinn á að taka með sér glósubókina. Ætli Rosberg vilji ekki frekar að Ferrari hjálpi honum að verða heimsmeistari með því að hirða nokkur stig af Lewis Hamilton.Graeme Lowdon, keppnisstjóri Manor.Vísir/gettyManor ekki með en samt með Lítið sem ekkert sást til Manor liðsis um helgina. Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor sagði á blaðamannafundi fyrir keppnina að vandamálin væru margþætt og samverkandi. Í stuttu máli er liðið að nota 2015 árgerð af hugbúnaði til að stýra 2014 vél frá Ferrari. Slíkt virðist ekki ganga upp.Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 segir að liðið verði látið borga flutninginn á bílum og búnaði til Ástralíu úr eigin vasa. Slík rukkun sé í refsiskyni fyrir að hafa ekki komið bílum sínum á brautina. „Við hefðum aldrei átt að hleypa Manor upp með það sem þeir gerðu. Þetta er okkur að kenna. Ég var búinn að spá fyrir um þetta,“ sagði Ecclestone í samtali við Reuters. „Liðið ætlaði sér aldrei að keppa í Ástralíu. Aldrei. Þeir hefðu ekki getað komið bílunum á brautina þótt einhver hefði hótað þeim með vélbyssu,“ sagði Ecclestone sem var allt annað en sáttur við hegðun liðsins. Óljóst er hvort liðið telst hafa tekið þátt í keppnishelginni. Til þess að fá 34 milljón punda (7 milljarðar íslenskra króna) verðlaunafé vegna síðasta tímabils verður liðið að sannfæra Ecclestone um að svo sé. Annars hefur liðið misst tilkall sitt til verðlauna.Massa segir farir Williams af viðskiptum sínum við Mercedes hugsanlega ekki sléttar.Vísir/GettyMassa segir Mercedes svindlaFelipe Massa á Williams segist efast um heilindi Mercedes. Williams notar Mercedes vélar. Massa segist ekki viss um að vélin sem Mercedes skaffar Williams sé sú sama og Mercedes liðið notar í eigin bíla. Eftir að Massa tryggði sér þrijða sæti í tímatökunni spaugaði hann á blaðamannafundi um þetta. „Ef við erum með sömu vélina hlýtur bilið að vera vegna hönnunar bílsins, eða… Ég vona að við séum með sömu vélina,“ sagði Massa. „Af hverju ætti Mercedes að hjálpa Ferrari? Við verðum að fá það besta sem þeir geta boðið og við munum vinna í að fá það,“ bætti Massa við eftir keppnina og virtist alvara með orðum sínum.Felipe Nasr náði í 10 stig fyrir Sauber.Vísir/GettySauber sundrungin Fram að keppninni hafði helgin verið liðinu afar erfið. Giedo van der Garde hótaði að láta fangelsa Monisha Kaltenborn, liðsstjóra Sauber, fengi hann ekki að aka fyrir liðið í keppninni. Samkomulag náðist þó og Felipe Nasr og Marcus Ericsson kepptu fyrir liðið. Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Nasr varð fimmti og Ericsson áttundi. 14 stiga helgi er sú besta í 23 keppnishelgar. Liðið sem náði ekki í eitt einasta stig á síðasta tímabili er skyndilega komið í þriðja sæti í keppni bílasmiða á eftir Mercedes og Ferrari. Vel gert Sauber!Verður dökkblái Toro Rosso bíllinn orðin gulur Renault innan skamms?Vísir/GettyÆtlar Renault að taka yfir Toro Rosso?Helmut Marko, aðal maðurinn hjá Red Bull hefur staðfest að Renault sé hugsanlega að fara að kaupa systurliðið Toro Rosso. „Það er satt við erum í viðræðum við Renault um breytt fyrirkomulag á samstarfi okkar sem varðar Toro Rosso. Það gæti farið svo að bílarnir verði alveg gulir og það gæti átt sér stað algjör yfirtaka,“ sagði Marko. Renault telur sig ekki fá næga athygli með því eingöngu að skaffa vélar og telur að með því að reka eigið lið gæti athyglin aukist. Kannski hefur áðurnefndur skortur á kampavínssturtum eitthvað með það að segja að Red Bull virðist tilbúið að minnka við sig. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21 Kristján Einar hitar upp fyrir Formúlu 1: Kimi er eins og klaki Fyrrverandi Formúlu 3-ökumaðurinn og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports svarar nokkrum vel völdum spurningum um nýtt tímabili í Formúlu 1 í skemmtilegu myndbandi. 13. mars 2015 14:30 Hver sagði hvað eftir tímatökuna? McLaren á öftustu rásröð, Mercedes ósnertanlegir og Felipe Massa bestur af restinni. Hvaða ummæli féllu eftir tímatökuna í Ástralíu. 14. mars 2015 07:33 Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00 Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00 Hamilton hóf titilvörnina af krafti Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari. 15. mars 2015 06:33 Hamilton: Ég verð hér aftur Viðbrögðin við keppninni í Ástralíu. Hvað höfðu ökumenn og aðrir að segja um atburðarásina? 15. mars 2015 07:10 Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ástralska kappaksturinn, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 14. mars 2015 07:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. Svörin við þeim helstu er að finna í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Það er langt síðan Horner baðaði sig í kampavíni, það gæti verið farið að hafa áhrif á hann.Vísir/gettyMercedes á móti restYfirburðir Mercedes liðsins virðast talsverðir. Ferrari segist þó með mikilli vinnu eiga möguleika á að stríða Mercedes. Þeir komust næst því um helgina.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull kallar á reglubreytingar í samræmi við þær sem gerðar voru þegar yfirburðir Red Bull voru of miklir fyrir nokkrum árum.Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins var ekki ánægður með ummæli Horner. „Settu undir þig fjandans hausinn og legðu meira á þig,“ var haft eftir Wolff. Red Bull virðist vera komið í vælukjóa gír. Því í gær bárust fréttir af því að liðið hótaði aftur að hætta í Formúlu 1 yrðu engar breytingar gerðar. Kröfur liðsins eru þær að reglum verði breytt í átt til jafnara vélarafls og að reglurnar verði einfaldari og opnari. Horner segir að hótun liðsins sé ekki tilkomin vegna yfirburða Mercedes liðsins. En þessi gagnrýni hans heyrðist ekki þegar lið hans drottnaði frá 2010 til 2013. Hann er kannski með fráhvarfseinkenni frá reglulegum kampavínssturtum undanfarinna ára. Viðtölin á verðlaunapallinum tóku óvænta stefnu þegar Nico Rosberg sagðist vona að Ferrari gæti náð Mercedes. Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari varð hvumsa og spurði „má ég ekki bara koma í bílskúrinn til ykkar og hlusta á fundinum fyrir keppnina í Malasíu.“ Rosberg svaraði glottandi „þú ert velkominn,“ Rosberg gerði svo grín að orðaskiptunum á Twitter skömmu seinna og sendi út tilkynningu um að Vettel væri formlega boðið á fund liðsins fyrir keppnina í Malasíu og minnti landa sinn á að taka með sér glósubókina. Ætli Rosberg vilji ekki frekar að Ferrari hjálpi honum að verða heimsmeistari með því að hirða nokkur stig af Lewis Hamilton.Graeme Lowdon, keppnisstjóri Manor.Vísir/gettyManor ekki með en samt með Lítið sem ekkert sást til Manor liðsis um helgina. Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor sagði á blaðamannafundi fyrir keppnina að vandamálin væru margþætt og samverkandi. Í stuttu máli er liðið að nota 2015 árgerð af hugbúnaði til að stýra 2014 vél frá Ferrari. Slíkt virðist ekki ganga upp.Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 segir að liðið verði látið borga flutninginn á bílum og búnaði til Ástralíu úr eigin vasa. Slík rukkun sé í refsiskyni fyrir að hafa ekki komið bílum sínum á brautina. „Við hefðum aldrei átt að hleypa Manor upp með það sem þeir gerðu. Þetta er okkur að kenna. Ég var búinn að spá fyrir um þetta,“ sagði Ecclestone í samtali við Reuters. „Liðið ætlaði sér aldrei að keppa í Ástralíu. Aldrei. Þeir hefðu ekki getað komið bílunum á brautina þótt einhver hefði hótað þeim með vélbyssu,“ sagði Ecclestone sem var allt annað en sáttur við hegðun liðsins. Óljóst er hvort liðið telst hafa tekið þátt í keppnishelginni. Til þess að fá 34 milljón punda (7 milljarðar íslenskra króna) verðlaunafé vegna síðasta tímabils verður liðið að sannfæra Ecclestone um að svo sé. Annars hefur liðið misst tilkall sitt til verðlauna.Massa segir farir Williams af viðskiptum sínum við Mercedes hugsanlega ekki sléttar.Vísir/GettyMassa segir Mercedes svindlaFelipe Massa á Williams segist efast um heilindi Mercedes. Williams notar Mercedes vélar. Massa segist ekki viss um að vélin sem Mercedes skaffar Williams sé sú sama og Mercedes liðið notar í eigin bíla. Eftir að Massa tryggði sér þrijða sæti í tímatökunni spaugaði hann á blaðamannafundi um þetta. „Ef við erum með sömu vélina hlýtur bilið að vera vegna hönnunar bílsins, eða… Ég vona að við séum með sömu vélina,“ sagði Massa. „Af hverju ætti Mercedes að hjálpa Ferrari? Við verðum að fá það besta sem þeir geta boðið og við munum vinna í að fá það,“ bætti Massa við eftir keppnina og virtist alvara með orðum sínum.Felipe Nasr náði í 10 stig fyrir Sauber.Vísir/GettySauber sundrungin Fram að keppninni hafði helgin verið liðinu afar erfið. Giedo van der Garde hótaði að láta fangelsa Monisha Kaltenborn, liðsstjóra Sauber, fengi hann ekki að aka fyrir liðið í keppninni. Samkomulag náðist þó og Felipe Nasr og Marcus Ericsson kepptu fyrir liðið. Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Nasr varð fimmti og Ericsson áttundi. 14 stiga helgi er sú besta í 23 keppnishelgar. Liðið sem náði ekki í eitt einasta stig á síðasta tímabili er skyndilega komið í þriðja sæti í keppni bílasmiða á eftir Mercedes og Ferrari. Vel gert Sauber!Verður dökkblái Toro Rosso bíllinn orðin gulur Renault innan skamms?Vísir/GettyÆtlar Renault að taka yfir Toro Rosso?Helmut Marko, aðal maðurinn hjá Red Bull hefur staðfest að Renault sé hugsanlega að fara að kaupa systurliðið Toro Rosso. „Það er satt við erum í viðræðum við Renault um breytt fyrirkomulag á samstarfi okkar sem varðar Toro Rosso. Það gæti farið svo að bílarnir verði alveg gulir og það gæti átt sér stað algjör yfirtaka,“ sagði Marko. Renault telur sig ekki fá næga athygli með því eingöngu að skaffa vélar og telur að með því að reka eigið lið gæti athyglin aukist. Kannski hefur áðurnefndur skortur á kampavínssturtum eitthvað með það að segja að Red Bull virðist tilbúið að minnka við sig.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21 Kristján Einar hitar upp fyrir Formúlu 1: Kimi er eins og klaki Fyrrverandi Formúlu 3-ökumaðurinn og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports svarar nokkrum vel völdum spurningum um nýtt tímabili í Formúlu 1 í skemmtilegu myndbandi. 13. mars 2015 14:30 Hver sagði hvað eftir tímatökuna? McLaren á öftustu rásröð, Mercedes ósnertanlegir og Felipe Massa bestur af restinni. Hvaða ummæli féllu eftir tímatökuna í Ástralíu. 14. mars 2015 07:33 Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00 Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00 Hamilton hóf titilvörnina af krafti Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari. 15. mars 2015 06:33 Hamilton: Ég verð hér aftur Viðbrögðin við keppninni í Ástralíu. Hvað höfðu ökumenn og aðrir að segja um atburðarásina? 15. mars 2015 07:10 Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15 Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ástralska kappaksturinn, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 14. mars 2015 07:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21
Kristján Einar hitar upp fyrir Formúlu 1: Kimi er eins og klaki Fyrrverandi Formúlu 3-ökumaðurinn og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports svarar nokkrum vel völdum spurningum um nýtt tímabili í Formúlu 1 í skemmtilegu myndbandi. 13. mars 2015 14:30
Hver sagði hvað eftir tímatökuna? McLaren á öftustu rásröð, Mercedes ósnertanlegir og Felipe Massa bestur af restinni. Hvaða ummæli féllu eftir tímatökuna í Ástralíu. 14. mars 2015 07:33
Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00
Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00
Hamilton hóf titilvörnina af krafti Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari. 15. mars 2015 06:33
Hamilton: Ég verð hér aftur Viðbrögðin við keppninni í Ástralíu. Hvað höfðu ökumenn og aðrir að segja um atburðarásina? 15. mars 2015 07:10
Manor með til Melbourne Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga. 4. mars 2015 18:15
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ástralska kappaksturinn, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 14. mars 2015 07:04