Renault: Red Bull lýgur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. mars 2015 20:15 Abiteboul og Horner ræða málin. Vísir/Getty Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. Eftir erfitt tímabil í fyrra virðist Red Bull ekki ganga neitt betur í ár. Þvert á móti virðist liðið hafa dregist aftur úr hestu keppinautum sínum. Ferrari og Williams fengu alveg frið frá Red Bull í Ástralíu. Red Bull hefur sagt að Renault sé nánast alfarið um að kenna. Renault, sem skaffar liðinu vélar vill hins vegar meina að Red Bull eigi stóran þátt í eigin óförum.Helmut Marko, sérstakur ráðgjafi Red Bull liðsins hefur sagt það koma til greina að skoða aðra mögulega vélaframleiðendur ef Renault fer ekki að koma með vél sem getur ógnað Mercedes.Alain Prost, fyrrum heimsmeistari ökumanna og sérstakur sendiherra Renault tók undir kröfur Red Bull um bætingar og sagði „jafnvel þótt þú þurfir stundum að sætta þig við að tapa hugsanlega þá er það bara hluti af keppni en ekki með þessum hætti.“Christian Horner, liðsstjóri Red Bull var allt annað en sáttur með þróun vélarinnar í vetur. „Þetta er búin að vera erfið helgi fyrir Renault. Vélin er eiginlega ekki ökuhæf. Það er hægt að sjá það og heyra í athugasemdum ökumanna. Það er ergjandi að sjá að við erum enn aftar en við vorum í Abú Dabí bæði hvað varðar afl og ökufærni vélarinnar,“ sagði Horner eftir frekar mislukkaða helgi í Ástralíu.Newey veltir fyrir sér vandræðagangi Renault og Red Bull.Vísir/Getty„Það er eitt að vera ekki samkeppnishæfur en sjá fram á að geta unnið þig út úr því. Það er annað þegar þú ert ekki samkeppnishæfur og samstarfsaðili þinn virðist ekki reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Ég hreinlega veit ekki hvers vegna svo er. Staðan virðist vera þessi,“ sagði Adrian Newey, yfirhönnuður Red Bull um Renault eftir erfiðan nýliðinn vetur. „Það er erfitt að vera í samstarfi með aðila sem lýgur. Adrian er heillandi maður og einstakur verkfræðingur en hann hefur gagnrýnt vélaframleiðendur sína alla ævi. Hann er of gamall til að breytast,“ sagði Cyril Abiteboul frá Renault. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21 Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015 Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár. 10. desember 2014 22:17 Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00 Bílkskúrinn: Stútfullur af nýjum bílum Nýju bílarnir eru til skoðunar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. janúar 2015 06:00 Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35 Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00 Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30 Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30 Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. Eftir erfitt tímabil í fyrra virðist Red Bull ekki ganga neitt betur í ár. Þvert á móti virðist liðið hafa dregist aftur úr hestu keppinautum sínum. Ferrari og Williams fengu alveg frið frá Red Bull í Ástralíu. Red Bull hefur sagt að Renault sé nánast alfarið um að kenna. Renault, sem skaffar liðinu vélar vill hins vegar meina að Red Bull eigi stóran þátt í eigin óförum.Helmut Marko, sérstakur ráðgjafi Red Bull liðsins hefur sagt það koma til greina að skoða aðra mögulega vélaframleiðendur ef Renault fer ekki að koma með vél sem getur ógnað Mercedes.Alain Prost, fyrrum heimsmeistari ökumanna og sérstakur sendiherra Renault tók undir kröfur Red Bull um bætingar og sagði „jafnvel þótt þú þurfir stundum að sætta þig við að tapa hugsanlega þá er það bara hluti af keppni en ekki með þessum hætti.“Christian Horner, liðsstjóri Red Bull var allt annað en sáttur með þróun vélarinnar í vetur. „Þetta er búin að vera erfið helgi fyrir Renault. Vélin er eiginlega ekki ökuhæf. Það er hægt að sjá það og heyra í athugasemdum ökumanna. Það er ergjandi að sjá að við erum enn aftar en við vorum í Abú Dabí bæði hvað varðar afl og ökufærni vélarinnar,“ sagði Horner eftir frekar mislukkaða helgi í Ástralíu.Newey veltir fyrir sér vandræðagangi Renault og Red Bull.Vísir/Getty„Það er eitt að vera ekki samkeppnishæfur en sjá fram á að geta unnið þig út úr því. Það er annað þegar þú ert ekki samkeppnishæfur og samstarfsaðili þinn virðist ekki reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Ég hreinlega veit ekki hvers vegna svo er. Staðan virðist vera þessi,“ sagði Adrian Newey, yfirhönnuður Red Bull um Renault eftir erfiðan nýliðinn vetur. „Það er erfitt að vera í samstarfi með aðila sem lýgur. Adrian er heillandi maður og einstakur verkfræðingur en hann hefur gagnrýnt vélaframleiðendur sína alla ævi. Hann er of gamall til að breytast,“ sagði Cyril Abiteboul frá Renault.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21 Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015 Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár. 10. desember 2014 22:17 Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00 Bílkskúrinn: Stútfullur af nýjum bílum Nýju bílarnir eru til skoðunar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. janúar 2015 06:00 Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35 Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00 Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30 Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30 Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr fyrstu Formúlu 1 keppni tímabilsins Lewis Hamilton á Mercedes var hlutskarpastur í fyrstu keppni á Formúlu 1 tímabilinu, en keppnin fór fram í Ástralíu á morgun. 365 hefur klippt allt það helsta saman og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 15. mars 2015 14:21
Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015 Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár. 10. desember 2014 22:17
Getur einhver skákað Hamilton? Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík 14. mars 2015 09:00
Bílkskúrinn: Stútfullur af nýjum bílum Nýju bílarnir eru til skoðunar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. janúar 2015 06:00
Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35
Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00
Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30
Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30
Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15