Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2015 14:30 Íslandsvinurinn Conor McGregor berst um UFC-heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt 11. júlí í Las Vegas þar sem vonast er til að Gunnar Nelson snúi einnig aftur í búrið eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi í fyrra. Í fyrsta sinn í sögunni ætlar UFC með bardagakappana tvo, Conor og brasilíska heimsmeistarann Jose Aldo, í kynningarferð þar sem heimsóttar verða tíu borgir í fimm löndum á tólf dögum. Um þetta verða gerðir þættirnir Embedded og er sá fyrsti kominn út. Þar má sjá Conor McGregor gera allt vitlaust á írskri krá í Ríó þar sem hann öskrar: „Það elska mig allir hérna. Ég á þessa borg. Ég á Ríó! Hvar er Jose? Sagan segir að hann flúði land. Ég elska að vera hérna.“ Á blaðamannafundinum hélt Conor áfram að fara á kostum fyrir framan heita aðdáendur Jose Aldo sem var vitaskuld á heimvelli. „Horfðu í augun á mér litli maður. Litli Brasilíumaður,“ sagði Conor við Aldo og bætti við á portúgölsku: „Þú munt deyja.“ Aldo er vægast sagt búinn að fá upp í kok af vélbyssukjaftinum írska og var augljóst að Conor náði til hans á blaðamannafundinum. „Ég er mjög reiður. Mig langar að fara í gegnum þennan mann,“ sagði hann við sitt fólk fyrir framan myndavélarnar. Þennan frábæra fyrsta þátt má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir 90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Íslandsvinurinn Conor McGregor berst um UFC-heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt 11. júlí í Las Vegas þar sem vonast er til að Gunnar Nelson snúi einnig aftur í búrið eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi í fyrra. Í fyrsta sinn í sögunni ætlar UFC með bardagakappana tvo, Conor og brasilíska heimsmeistarann Jose Aldo, í kynningarferð þar sem heimsóttar verða tíu borgir í fimm löndum á tólf dögum. Um þetta verða gerðir þættirnir Embedded og er sá fyrsti kominn út. Þar má sjá Conor McGregor gera allt vitlaust á írskri krá í Ríó þar sem hann öskrar: „Það elska mig allir hérna. Ég á þessa borg. Ég á Ríó! Hvar er Jose? Sagan segir að hann flúði land. Ég elska að vera hérna.“ Á blaðamannafundinum hélt Conor áfram að fara á kostum fyrir framan heita aðdáendur Jose Aldo sem var vitaskuld á heimvelli. „Horfðu í augun á mér litli maður. Litli Brasilíumaður,“ sagði Conor við Aldo og bætti við á portúgölsku: „Þú munt deyja.“ Aldo er vægast sagt búinn að fá upp í kok af vélbyssukjaftinum írska og var augljóst að Conor náði til hans á blaðamannafundinum. „Ég er mjög reiður. Mig langar að fara í gegnum þennan mann,“ sagði hann við sitt fólk fyrir framan myndavélarnar. Þennan frábæra fyrsta þátt má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir 90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas Það lítur allt út fyrir að Gunnar Nelson keppi á sama kvöldi og Conor McGregor þann 11. júlí í Las Vegas. 4. mars 2015 08:00
Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30
Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí. 31. janúar 2015 12:30