Jafnrétti, þekking, víðsýni: Þess vegna styð ég Jón Atla til rektors Brynhildur G. Flóvenz skrifar 19. apríl 2015 14:45 Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar