„365 færir pressuna af KR yfir á FH og Stjörnuna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2015 20:05 Vísir/Ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira