„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:55 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel/GVA Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57