Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 19-21 | Fjölnismenn enn á lífi Henry Birgir Gunnarsson í Víkinni skrifar 25. apríl 2015 00:01 Baráttan hefur verið hörð í rimmu liðanna. mynd/Gunnlaugur Júlíusson Víkingi mistókst að tryggja sér sæti í Olís-deild karla í dag er liðið tók á móti Fjölni í þriðja leik liðanna um laust sæti í efstu deild. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. Bæði lið að spila frekar slakan sóknarleik og töpuðu boltanum oft klaufalega. Víkingar þó skrefinu á undan og voru að gera sig líklega til þess að taka gott forskot. Varnarleikurinn þéttari hjá þeim og sóknarleikurinn skömminni skárri. Víkingur náði tveggja marka forskoti, 7-5, þegar sex mínútur voru til leikhlés en þá féll þeim allur ketill í eld. Fjölnismenn rifu sig upp og skoruðu fjögur mörk í röð. Víkingar lentu í miklu basli manni færri en þá komu Fjölnismenn langt út á völlinn og spiluðu maður á mann. Fjölnismenn tveim mörkum yfir í hálfleik, 8-10. Fjölnismenn héldu áfram að spila af krafti í síðari hálfleik og þegar stundarfjórðungur lifði leiks var liðið með fimm marka forskot, 13-18, og í ákaflega góðum málum. Þá lifnuðu Víkingar við og ekki síst Einar Baldvin í markinu. Hann hreinlega lokaði búrinu og munurinn minnkaði með hverju mínútu. Fjölnismenn köstuðu frá sér unnum leik síðast og sú hugsun kom upp hjá mörgum hvort þeir ætluðu að gera það aftur. Þeir voru ekki fjarri því. Lokakaflinn var æsispennandi. Víkingur minnkaði muninn í eitt mark, 19-20, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en leikmenn beggja liða voru ótrúlegir klaufar í síðustu sóknunum. Ingvar steig heldur betur upp í marki Fjölnis er hann varði úr dauðafæri frá Arnari Frey er um 40 sekúndur voru eftir. Þar hefði Arnar getað jafnað leikinn. Fjölnismenn fóru upp og fískuðu víti er 17 sekúndur voru eftir. Magnús Erlendsson gerði sér lítið fyrir og varði frá Sigurði Guðjónssyni en lukkan var í liði með Sigurði sem fékk boltann aftur, skoraði í annarri tilraun og tryggði Fjölni sigur. Afar sterkur sigur hjá Fjölnismönnum. Ingvar varði vel allan leikinn og ekki síst er mest á reyndi. Vörnin óx eftir því sem leið á leikinn en lykillinn að sigrinum var maður á mann vörnin hjá Fjölni er þeir voru manni fleiri. Víkingar áttu þá engin svör og mörkin á þessum köflum afar dýrmæt. Einar Baldvin bestur hjá Víkingum en innkoma hans fór langt með að tryggja Víkingi sæti í efstu deild. Sóknarleikur beggja liða var slakur lengst af og það verða bæði lið að laga fyrir framhaldið.Ágúst: Fjölnismenn betri í dag "Þetta er gríðarlega svekkjandi því við fengum tækifærin í lokin," sagði sveittur þjálfari Víkings, Ágúst Þór Jóhannsson, í leikslok. "Ingvar varði vel í lokin og hélt þeim inn í þessu. Fjölnismenn voru samt betri í dag. Það verður að viðurkennast." Eins og áður segir voru Víkingar í miklum vandræðum er þeir voru manni færri á vellinum. "Við vorum reyndar í vandræðum með sóknarleikinn meira og minna allan leikinn. Við fórum illa með færin og þetta er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik. "Við vorum ekki farnir að plana nein sigurpartí enda vissum við að þetta yrði erfitt. Við vorum heppnir í síðasta leik. Þetta eru tvö lið sem eru svipuð að styrkleika og þetta verður barátta í framhaldinu."Arnar: Hafði trú á strákunum "Þetta var mjög spennandi í dag. Fyrir utan fyrsta korterið þá fannst mér við vera sterkari," sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik. "Það er eðlilegt að reynslumikið lið nái að koma til baka eins og gerðist. Við klikkuðum síðast en stóðumst áhlaupið núna. Ég hafði trú á þessum strákum þó svo það væri sótt að okkur. Markmiðið var að framlengja þetta einvígi og það tókst." Fjölnismenn hafa verið betri í síðustu tveim leikjum þó svo þeir hafi kastað frá sér leik tvö. Arnar segir að það gefi sínu liði mikið. "Hugsunin að vinna þrjá leiki í röð er vissulega erfið en þetta er bara einn leikur í einu. Ef við vinnum næst þá er allt hægt. Við erum búnir að sýna að við getum þetta vel," sagði Arnar en hann var ánægður með vörnina sem hans lið spilaði er það var með yfirtölu á vellinum. "Við höfum verið að leika okkur svolítið með þessa dönsku Wilbek-vörn og það hefur stundum gengið vel. Lykillinn var jöfn markvarsla og á réttum stundum. Vörnin var líka heilt yfir mjög góð hjá okkur í dag. Við getum vel snúið þessu við og klárað þetta. Af hverju ekki?" Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Víkingi mistókst að tryggja sér sæti í Olís-deild karla í dag er liðið tók á móti Fjölni í þriðja leik liðanna um laust sæti í efstu deild. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. Bæði lið að spila frekar slakan sóknarleik og töpuðu boltanum oft klaufalega. Víkingar þó skrefinu á undan og voru að gera sig líklega til þess að taka gott forskot. Varnarleikurinn þéttari hjá þeim og sóknarleikurinn skömminni skárri. Víkingur náði tveggja marka forskoti, 7-5, þegar sex mínútur voru til leikhlés en þá féll þeim allur ketill í eld. Fjölnismenn rifu sig upp og skoruðu fjögur mörk í röð. Víkingar lentu í miklu basli manni færri en þá komu Fjölnismenn langt út á völlinn og spiluðu maður á mann. Fjölnismenn tveim mörkum yfir í hálfleik, 8-10. Fjölnismenn héldu áfram að spila af krafti í síðari hálfleik og þegar stundarfjórðungur lifði leiks var liðið með fimm marka forskot, 13-18, og í ákaflega góðum málum. Þá lifnuðu Víkingar við og ekki síst Einar Baldvin í markinu. Hann hreinlega lokaði búrinu og munurinn minnkaði með hverju mínútu. Fjölnismenn köstuðu frá sér unnum leik síðast og sú hugsun kom upp hjá mörgum hvort þeir ætluðu að gera það aftur. Þeir voru ekki fjarri því. Lokakaflinn var æsispennandi. Víkingur minnkaði muninn í eitt mark, 19-20, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en leikmenn beggja liða voru ótrúlegir klaufar í síðustu sóknunum. Ingvar steig heldur betur upp í marki Fjölnis er hann varði úr dauðafæri frá Arnari Frey er um 40 sekúndur voru eftir. Þar hefði Arnar getað jafnað leikinn. Fjölnismenn fóru upp og fískuðu víti er 17 sekúndur voru eftir. Magnús Erlendsson gerði sér lítið fyrir og varði frá Sigurði Guðjónssyni en lukkan var í liði með Sigurði sem fékk boltann aftur, skoraði í annarri tilraun og tryggði Fjölni sigur. Afar sterkur sigur hjá Fjölnismönnum. Ingvar varði vel allan leikinn og ekki síst er mest á reyndi. Vörnin óx eftir því sem leið á leikinn en lykillinn að sigrinum var maður á mann vörnin hjá Fjölni er þeir voru manni fleiri. Víkingar áttu þá engin svör og mörkin á þessum köflum afar dýrmæt. Einar Baldvin bestur hjá Víkingum en innkoma hans fór langt með að tryggja Víkingi sæti í efstu deild. Sóknarleikur beggja liða var slakur lengst af og það verða bæði lið að laga fyrir framhaldið.Ágúst: Fjölnismenn betri í dag "Þetta er gríðarlega svekkjandi því við fengum tækifærin í lokin," sagði sveittur þjálfari Víkings, Ágúst Þór Jóhannsson, í leikslok. "Ingvar varði vel í lokin og hélt þeim inn í þessu. Fjölnismenn voru samt betri í dag. Það verður að viðurkennast." Eins og áður segir voru Víkingar í miklum vandræðum er þeir voru manni færri á vellinum. "Við vorum reyndar í vandræðum með sóknarleikinn meira og minna allan leikinn. Við fórum illa með færin og þetta er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik. "Við vorum ekki farnir að plana nein sigurpartí enda vissum við að þetta yrði erfitt. Við vorum heppnir í síðasta leik. Þetta eru tvö lið sem eru svipuð að styrkleika og þetta verður barátta í framhaldinu."Arnar: Hafði trú á strákunum "Þetta var mjög spennandi í dag. Fyrir utan fyrsta korterið þá fannst mér við vera sterkari," sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik. "Það er eðlilegt að reynslumikið lið nái að koma til baka eins og gerðist. Við klikkuðum síðast en stóðumst áhlaupið núna. Ég hafði trú á þessum strákum þó svo það væri sótt að okkur. Markmiðið var að framlengja þetta einvígi og það tókst." Fjölnismenn hafa verið betri í síðustu tveim leikjum þó svo þeir hafi kastað frá sér leik tvö. Arnar segir að það gefi sínu liði mikið. "Hugsunin að vinna þrjá leiki í röð er vissulega erfið en þetta er bara einn leikur í einu. Ef við vinnum næst þá er allt hægt. Við erum búnir að sýna að við getum þetta vel," sagði Arnar en hann var ánægður með vörnina sem hans lið spilaði er það var með yfirtölu á vellinum. "Við höfum verið að leika okkur svolítið með þessa dönsku Wilbek-vörn og það hefur stundum gengið vel. Lykillinn var jöfn markvarsla og á réttum stundum. Vörnin var líka heilt yfir mjög góð hjá okkur í dag. Við getum vel snúið þessu við og klárað þetta. Af hverju ekki?"
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira