Lóðaverð tífaldast á tíu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:21 Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira