Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 19:20 Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015 Íþróttir Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015
Íþróttir Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira