„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. maí 2015 09:00 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira