Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi skrifar 3. júní 2015 07:31 Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Nú er liðin ein vika af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Við sem störfum á gjörgæslu og vöknun á Landspítala í Fossvogi höfum á þeim tíma ítrekað þurft að bregðast við aðstæðum þar sem þörf var á skjótum viðbrögðum við miklu álagi. Sú öryggismönnun sem lagt er upp með í verkfalli hefur ekki nægt til að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar og hefur reynst nauðsynlegt að óska eftir undanþágum til að mæta þörf fyrir aukinni mönnun. Samþykktar undanþágubeiðnir hjá okkur þessa fyrstu daga verkfallsins voru 52. Hjúkrun á gjörgæslu og vöknun krefst mikillar sérþekkingar og áralangrar þjálfunar. Flestar innlagnir á gjörgæsluna eru bráðainnlagnir vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Á deildinni liggja veikustu sjúklingar spítalans sem þurfa flókna meðferð, sérhæfða hjúkrun og eftirlit. Umhverfið er mjög tæknivætt og þar liggja t.d. sjúklingar í öndunarvélum. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa og dagvinnulaun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir.Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðherra til að bregðast jafn skjótt við og hjúkrunarfræðingar gera í sína daglega starfi og gangi til samninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins öfluga og örugga hjúkrun. Við þrýstum á að samningar náist um samkeppnishæf laun þar sem mikil eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar og starfskröftum, hérlendis sem og erlendis. Hjúkrunarfræðingar gjörgæsludeildar og vöknunar Landspítala í Fossvogi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar