Klikkuð þjóð? Marta Eiríksdóttir skrifar 12. júní 2015 09:01 Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar