Hugleiðingar um kvenréttindi Elín Birna Skarphéðinsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:37 Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna?
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar