Matur

Einföld sítrónukaka Lilju Katrínar

Rikka skrifar
visir/liljakatrin
Lilja Katrín Gunnarsdóttir heldur úti girnilegu kökubloggi og gefur lesendum Matarvísis uppskrift af ómótstæðilegri og sumarlegu sítrónuköku
 
Ofureinföld kaka með sítrónukremi
 
225 g  smjör

1bolli vatn

2 1/4 bollar hveiti

2 egg

1/2 bolli sýrður rjómi

1/2 tsk möndludropar

1/2 tsk vanilludropar

tsk matarsódi

tsk salt


Hitið ofninn í 180°C og smyrjið form sem þið viljið nota. Skellið smjöri og vatni í pott og leyfið að sjóða yfir miðlungshita. 
Hrærið hveiti og sykur saman og bætið því næst eggjum, sýrðum rjóma, möndludropum, vanilludropum, matarsóda og salti saman við. Blandið smjörblöndunni varlega saman við hveitiblönduna. Deigið á alls ekki að vera mjög þykkt. Bakið í 17 til 22 mínútur og kælið svo kökuna.


Krem



bolli  mjólk

msk hveiti

20 msk sykur

1 sítróna

225 g mjúkt smjör

gulur matarlitur 
(ef vill)



Setijð mjólk, hveiti og sykur í pott og hrærið stanslaust í blöndunni yfir miðlungshita. 
Þegar blandan byrjar að sjóða leyfið henni þá að malla í 7 mínútur í viðbót en ekki gleyma að hræra stanslaust. Eftir 7 mínútur er blandan orðin þykk og flott. Takið blönduna af hellunni og bætið safa úr hálfri eða einni sítrónu saman við - allt eftir smekk. Hér er líka hægt að nota sítrónudropa. Kælið blönduna alveg í ísskáp. Þegar blandan er orðin köld er smjörinu hrært saman við í nokkrar mínútur eða þar til blandan er farin að líkjast þeyttum rjóma. Hér má bæta við gulum matarlit til að gera kremið aðeins gulara. Skreytið kökuna og skreytið að vild - jafnvel með sítrónuberki.

Tengdar fréttir

Gómsæt skyrkaka Evu Laufeyjar

Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.