Matur

Blómkáls snakk

sigga dögg skrifar
Vísir/Skjáskot

Blómkál á það til að gleymast sem braðglaust grænmeti sem fylgir með öðru grænmeti.

Hér er búið að taka blómkál og gera það að sérrétti sem unir sér vel á hvaða veisluborð sem er.

Hráefni

Sósan

1/2 bolli soja sósa (ef vilt glútein laust notaðu þá tamari sósu)

1/4 bolli hunang (eða agave síróp ef ert vegan)

1/2 tsk rifið ferskt engifer

1 tsk sesam olía

1/4 bolli hrígrjónaedik

1-2 fín saxaður graslaukur

1 tsk sesamfræ

Hrærðu öllu saman í skál og geymdu.

Blómkálið

1 stór blómkálshaus

1/2 bolli hveiti 

1/2 bolli mjólk (má nota hvaða mjólk sem er)

1/2 tsk hvítlaukskrydd

Aðferð

1. Hitaðu ofninn á 230 gráðum (ef blástur, 210 gráðum) og smyrðu bökunarplötu

2. Skerðu blómkálið í lítil búnt, því minni sem búntin eru því fyrr eldast þau og verða mýkri

3. Hrærðu hveiti, mjólk og hvítlaukskryddi saman í skál 

4. Settu blómkálð útí blönduna 

5. Settu blómkálið á plötuna

6. Bakaðu inni í ofni í 15-20 mín

7. Taktu úr ofninum og helltu sósunni yfir blómkálið

8. Settu aftur inn í ofn og bakaðu í 5 mín

9. Berðu fram og skreyttu með smá graslauk og sesam fræjum








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.