Saman í 45 daga í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 08:30 Ómar Ingi Magnússon átti frábært mót í Svíþjóð. vísir/vilhelm Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að [email protected] Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að [email protected]
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00
Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47
Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti