Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2015 13:00 Hlynur ásamt Sigursteini Arndal, aðstoðarþjálfara, og systur sinni. vísir/brynja traustadóttir Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi. Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi.
Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira