Hið svokallaða 4. stig Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 2. júlí 2015 10:51 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar