Mýrarbolti á mölinni í dag Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:10 Hægt er að spreyta sig í mýrarbolta í Nauthólsvík í dag. Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið. Mýrarboltinn Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið.
Mýrarboltinn Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira