Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2015 18:30 Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða. Mansal í Vík Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða.
Mansal í Vík Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira