Alþjóðlegi varalitadagurinn er í dag Ritstjórn skrifar 29. júlí 2015 16:15 Í dag 29. júlí er alþjólegi varalitadagurinn og í tilefni þess deilir Glamour með lesendum sínum skemmtilegum staðreyndum um varaliti og ýmislegt þeim tengdum. Eru ekki örugglega allir með varalit í dag? 1. Guerlain fann upp fyrsta varalitinn í hylkjunum sem við þekkjum í dag árið 1870. Hann hét „Ne m'oubliez pas," eða „Forget Me Not".2. Varirnar eru 100 sinnum næmari en fingurgómarnir.3. Til þess að losna við að enda með varalit á tönnunum skaltu stinga vísifingri upp í munn og þrýsta vörunum að honum. Þannig endar varaliturinn sem annars færi á tennurnar á fingrinum.4. Notaðu varalitinn á kinnarnar líka, en gættu þess að blanda hann vel.5. Svo varaliturinn endist lengur skaltu setja eina umferð, taka tissjú og þrýsta á varirnar til þess að taka umfram lit. Endurtaktu 1-2 í viðbót.6. Konur eyða um 1.780 $ í varaliti yfir ævina eða um 230 þúsund íslenskar krónur. 7. Sala á varalitum eykst bæði þegar veðrið er vont og þegar efnahagsástandið er slæmt. 8. Elizabeth Taylor vildi ekki að aðrar konur en hún væru með rauðan varalit á þegar hún var á kvikmyndasetti. 9. Varaliturinn er um 5000 ára gamall og á rætur sínar að rekja til Mesopótamíu. Forn Gikkir notuðu einnig varalit til þess að segja til um stöðu þeirra innan samfélagsins, bæði menn og konur. 10. 80% bandarískra kvenna nota varalit reglulega og 25% þeirra fara ekki út úr húsi án hans. Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour
Í dag 29. júlí er alþjólegi varalitadagurinn og í tilefni þess deilir Glamour með lesendum sínum skemmtilegum staðreyndum um varaliti og ýmislegt þeim tengdum. Eru ekki örugglega allir með varalit í dag? 1. Guerlain fann upp fyrsta varalitinn í hylkjunum sem við þekkjum í dag árið 1870. Hann hét „Ne m'oubliez pas," eða „Forget Me Not".2. Varirnar eru 100 sinnum næmari en fingurgómarnir.3. Til þess að losna við að enda með varalit á tönnunum skaltu stinga vísifingri upp í munn og þrýsta vörunum að honum. Þannig endar varaliturinn sem annars færi á tennurnar á fingrinum.4. Notaðu varalitinn á kinnarnar líka, en gættu þess að blanda hann vel.5. Svo varaliturinn endist lengur skaltu setja eina umferð, taka tissjú og þrýsta á varirnar til þess að taka umfram lit. Endurtaktu 1-2 í viðbót.6. Konur eyða um 1.780 $ í varaliti yfir ævina eða um 230 þúsund íslenskar krónur. 7. Sala á varalitum eykst bæði þegar veðrið er vont og þegar efnahagsástandið er slæmt. 8. Elizabeth Taylor vildi ekki að aðrar konur en hún væru með rauðan varalit á þegar hún var á kvikmyndasetti. 9. Varaliturinn er um 5000 ára gamall og á rætur sínar að rekja til Mesopótamíu. Forn Gikkir notuðu einnig varalit til þess að segja til um stöðu þeirra innan samfélagsins, bæði menn og konur. 10. 80% bandarískra kvenna nota varalit reglulega og 25% þeirra fara ekki út úr húsi án hans.
Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour