Heimsmet féll á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2015 22:31 Guðmundur og Teitur koma í mark báðir á tíma undir gamla heimsmetinu. mynd/jón björnsson Tvö ný heimsmet voru sett í 250m skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning sem fram var haldið í dag. Mótinu lýkur á morgun. Daninn Sören Madsen setti nýtt heimsmet er hann kom í mark á tímanum 21.49 sekúndum. Í síðasta spretti dagsins áttust við þeir Teitur Árnason, nýkrýndur heimsmeistari í gæðingaskeiði, og Guðmundur Einarsson en hann keppir fyrir Svíþjóð. Svo fór að Guðmundur kom í mark á tímanum 21.49 en hann var aðeins sjónarmun á undan Teiti sem hlaut tímann 21.52. Báðir tímarnir voru undir eldra heimsmeti. Guðmundur hlaut gull í greininni, Teitur brons en Madsen fékk silfrið. Á morgun verður keppt í 100 metra skeiði.Tveir knapar riðu sig inn í úrslitin Stór hluti dagsins var undirlagður keppni í B-úrslitum en þar var keppt um síðasta lausa sætið í úrslitunum sem fram fara á morgun. Kristín Lárusdóttir, á Þokka frá Efstu-Grund, og Eyjólfur Þorsteinsson, á Óliver frá Kvistum, komust í úrslit í dag með sigri í B-úrslitunum. Eyjólfur og Óliver munu keppa í fimmgangi en Kristín og Þokki í fjórgangi og fimmgangi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Kristínu. Gústaf Ásgeir Hinriksson, á Geisla frá Svanavatni, varð hins vegar í þriðja sæti í B-úrslitunum í fimmgangi ungmenna og fær brons að launum. Í yfirlitssýningu stóðhesta bar helst til tíðinda að Glóðafeykir frá Halakoti hækkaði fyrir skeið, tölt og brokk og er nú efstur stóðhesta sjö vetra og eldri. Ekki var laust við að tár hafi sést á hvarmi Íslendinganna er þeir fylgdust með Glóðafeyki en árið 2012 reið Einar Öder Magnússon Glóðafeyki til sigurs á Landsmóti. Einar lést í febrúar aðeins 52 ára að aldri. Á mótinu tók Svanhvít Kristjánsdóttir, ekkja Einars, við viðurkenningu sænska Íslandshestafélagsins fyrir störf Einars. Hestar Tengdar fréttir Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21 Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði Hann þakkar sigurinn hestinum. 6. ágúst 2015 19:55 Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23 Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02 Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Tvö ný heimsmet voru sett í 250m skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning sem fram var haldið í dag. Mótinu lýkur á morgun. Daninn Sören Madsen setti nýtt heimsmet er hann kom í mark á tímanum 21.49 sekúndum. Í síðasta spretti dagsins áttust við þeir Teitur Árnason, nýkrýndur heimsmeistari í gæðingaskeiði, og Guðmundur Einarsson en hann keppir fyrir Svíþjóð. Svo fór að Guðmundur kom í mark á tímanum 21.49 en hann var aðeins sjónarmun á undan Teiti sem hlaut tímann 21.52. Báðir tímarnir voru undir eldra heimsmeti. Guðmundur hlaut gull í greininni, Teitur brons en Madsen fékk silfrið. Á morgun verður keppt í 100 metra skeiði.Tveir knapar riðu sig inn í úrslitin Stór hluti dagsins var undirlagður keppni í B-úrslitum en þar var keppt um síðasta lausa sætið í úrslitunum sem fram fara á morgun. Kristín Lárusdóttir, á Þokka frá Efstu-Grund, og Eyjólfur Þorsteinsson, á Óliver frá Kvistum, komust í úrslit í dag með sigri í B-úrslitunum. Eyjólfur og Óliver munu keppa í fimmgangi en Kristín og Þokki í fjórgangi og fimmgangi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Kristínu. Gústaf Ásgeir Hinriksson, á Geisla frá Svanavatni, varð hins vegar í þriðja sæti í B-úrslitunum í fimmgangi ungmenna og fær brons að launum. Í yfirlitssýningu stóðhesta bar helst til tíðinda að Glóðafeykir frá Halakoti hækkaði fyrir skeið, tölt og brokk og er nú efstur stóðhesta sjö vetra og eldri. Ekki var laust við að tár hafi sést á hvarmi Íslendinganna er þeir fylgdust með Glóðafeyki en árið 2012 reið Einar Öder Magnússon Glóðafeyki til sigurs á Landsmóti. Einar lést í febrúar aðeins 52 ára að aldri. Á mótinu tók Svanhvít Kristjánsdóttir, ekkja Einars, við viðurkenningu sænska Íslandshestafélagsins fyrir störf Einars.
Hestar Tengdar fréttir Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21 Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði Hann þakkar sigurinn hestinum. 6. ágúst 2015 19:55 Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23 Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02 Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21
Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23
Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02
Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13