Ágústblað Glamour komið út! Ritstjórn skrifar 14. ágúst 2015 09:00 Hörður Ingason og Ellen Lofts eiga heiðurinn af ágústforsíðu Glamour. Fimmta tölublað Glamour er komið út, ágústblaðið, þar sem brakandi fersk hausttískan tekur stórt pláss. Forsíðuna prýðir úkraínska fyrirsætan Iana Godnia en ljósmyndari er Hörður Ingason og stílisering höndunum á Ellen Lofts. Myndaþátturinn, sem ber nafnið Smells Like Teen Spirit, var skotinn í Kaupmannahöfn. Iana Godnia sló algerlega í gegn í fyrra þegar hún gekk tískupallana fyrir stærstu tískuhúsin eins og Louis Vuitton, Calvin Klein og Alexander McQueen. Iana hefur birst á síðum tímarita á borð við rússneska Vogue og Elle.Iana á tískupallinum fyrir Burberry.Glamour/GettyGötutíska fyrirsætunnar vekur athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.Hörður Ingason er ljómyndarinn á bakvið forsíðuþáttinn að þessu sinni. Hann fæddur og uppalinn á Íslandi en býr nú og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur unnið fyrir tímarit á borð við Euroman, Costume, Elle UK, i-D og Cover Magazine. Einnig hefur hann myndað auglýsingaherferðir fyrir til dæmis Wood Wood, Stine Goya og Part Two.Ellen Lofts stíliseraði forsíðuþáttinn Smells Like Teen Spirit. Ellen er stílisti og leikstjóri sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lærði tísku markaðsfræði í Barcelona og London. Hún hefur unnið fyrir tímarit á borð við I-D Magazine, ELLE og Euroman ásamt því að vera listrænn stjórnandi hjá íslenska fatamerkinu Sigga Maija Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Allt sem er grænt, grænt Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Balmain-veisla í Los Angeles Glamour Kanye stíliserar eiginkonuna Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Jack O'Connell mun leika Alexander McQueen í nýrri kvikmynd Glamour
Fimmta tölublað Glamour er komið út, ágústblaðið, þar sem brakandi fersk hausttískan tekur stórt pláss. Forsíðuna prýðir úkraínska fyrirsætan Iana Godnia en ljósmyndari er Hörður Ingason og stílisering höndunum á Ellen Lofts. Myndaþátturinn, sem ber nafnið Smells Like Teen Spirit, var skotinn í Kaupmannahöfn. Iana Godnia sló algerlega í gegn í fyrra þegar hún gekk tískupallana fyrir stærstu tískuhúsin eins og Louis Vuitton, Calvin Klein og Alexander McQueen. Iana hefur birst á síðum tímarita á borð við rússneska Vogue og Elle.Iana á tískupallinum fyrir Burberry.Glamour/GettyGötutíska fyrirsætunnar vekur athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.Hörður Ingason er ljómyndarinn á bakvið forsíðuþáttinn að þessu sinni. Hann fæddur og uppalinn á Íslandi en býr nú og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur unnið fyrir tímarit á borð við Euroman, Costume, Elle UK, i-D og Cover Magazine. Einnig hefur hann myndað auglýsingaherferðir fyrir til dæmis Wood Wood, Stine Goya og Part Two.Ellen Lofts stíliseraði forsíðuþáttinn Smells Like Teen Spirit. Ellen er stílisti og leikstjóri sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lærði tísku markaðsfræði í Barcelona og London. Hún hefur unnið fyrir tímarit á borð við I-D Magazine, ELLE og Euroman ásamt því að vera listrænn stjórnandi hjá íslenska fatamerkinu Sigga Maija Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Allt sem er grænt, grænt Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Balmain-veisla í Los Angeles Glamour Kanye stíliserar eiginkonuna Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Jack O'Connell mun leika Alexander McQueen í nýrri kvikmynd Glamour