Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 21:51 Shannon-flugvöllurinn á Írlandi. Vísir/Getty Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15