Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2015 12:49 Jón Trausti, Björn Ingi og Eiríkur Bergmann eru meðal fjölmargra á Facebook sem velta því fyrir sér hvað Ólafur Ragnar var að meina? Jón Trausti Reynisson ritstjóri orðar hreint út það sem margir velta fyrir sér eftir þingsetningarræðu forseta Íslands: „Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.“ Ræðan hefur vakið mikla athygli enda virðist sem svo að Ólafur Ragnar Grímsson sé að tilkynna um brotthvarf sitt, en er það endilega svo ef að er gáð? „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarávarpi sínu til þingsins. Hann setti 145. löggjafarþingið fyrr í dag. Færði hann þinginu einlægar þakkir fyrir farsæla samveru. Í fyrstu var talið að með þessu væri Ólafur að segja að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar á næsta ári. Hins vegar er ljóst að hann gæti sóst eftir umboði þjóðarinnar á nýjan leik. Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, þekkir vel til forsetans og telst vera honum handgenginn. Í fyrstu velktist hann hvergi í vafa um hver merking orða Ólafs Ragnars væri: „Og hefst þá samkvæmisleikurinn: Hver vill verða næsti forseti?“ En, svo er eins og það renni á hann tvær grímur þegar honum er bent á að þetta sé ekki með öllu afdráttarlaust: „Nei, það er alveg rétt enda forsetinn meistari hins óræða texta. En svo þakkaði hann öllu samstarfsfólki og starfsfólki þingsins gegnum árin og það var svona heilmikill kveðjutónn í þessu. En fyrirsögnin segir að hann gefi sterklega í skyn að hann hyggist hætta. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur virðist ekki taka mið af meistaratöktum forsetans hvað varðar hinn óræða texta og hann dregur umsvifalaust þá ályktun að Ólafur Ragnar sé á förum: „Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í embættið. Einkum þó athyglisvert að sjá hvernig þeir sjá embættið fyrir sér. Það hefur nefnilega breyst svo mjög í meðförum Ólafs, að umræðan mun eflaust hverfast um það, hvernig embættið eigi að vera í framtíðinni.“ Fjölmörg dæmi má nefna önnur þar sem menn reyna að rýna í orð forsetans og þau má sjá hér neðar; er hann virkilega að fara? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor leggur til að mynda það í orð Ólafs Ragnars að hann sé hvergi nærri á förum. ... Uppfært.Næstu stjórnvöld gætu hæglega átt Ólaf Ragnar á fæti Fréttastofa náði tali af prófessor Eiríki Bergmanni, sem segir að þessi hafi verið sú ályktun við fyrstu fréttum en eftir að hafa lesið ræðu forseta þá birtist allt önnur mynd: „Hann byrjar á því að leggja grunn að því að það megi ekki hrófla við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, að íslenska lýðveldið bókstaflega hvíli á því. Segir svo að ef menn ætla að setja slíka breytingu í þjóðaratkvæði samhliða forsetakjöri sé komin upp samskonar óvissa og hann varaði við fyrir fjórum árum og var þá forsenda þess að hann gat ekki stigið til hliðar. Með öðrum orðum geti stjórnvöld sem fari gegn vilja hans í þessu hæglega átt hann á fæti í næsta forsetakjöri.“Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.Posted by Jón Trausti Reynisson on 8. september 2015 Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í...Posted by Eirikur Bergmann on 8. september 2015 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar víst ekki að bjóða sig fram að nýju - þó nú ekki. Það er löngu komið nóg. Ég er nokkuð...Posted by Illugi Jökulsson on 8. september 2015 Pælið í því að vera með það athyglissjúkan apaheila sem forseta að það þurfi alltaf að fara af stað umræða um hvað hann meinti eiginlega með orðum sínum í hvert sinn sem hann tjáir sig.Posted by Haukur Viðar Alfreðsson on 8. september 2015 Forseti vor setur sig í stellingar og undirbýr jarðveginn, við þingsetningu. Mark my words, you aint seen all of Ólafur... Nú fer áskorunum á hann að rigna yfir hann.Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on 8. september 2015 Kjarninn er með þetta. Því miður. Þessi maður er gersamlega siðlaus:"Margir hafa litið svo á að með þessu sé Ólafur...Posted by Einar Steingrimsson on 8. september 2015 Mér heyrist á öllu þessu, að Ólafur Ragnar Grímsson sé að undirbúa sig undir að vera áfram forseti. Hann tók fram, að...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 8. september 2015 Orðið á götunni er að Ólafur ætli að taka við af Lars Lagerbäck eftir EM.Posted by Jón Oddur Guðmundsson on 8. september 2015 Jæja. Hver á nú að verða forseti? Seriously. Vantar fólk. Einhver þarf að gera þetta. Take one for the team!Posted by Smári McCarthy on 8. september 2015 Svavar Gestsson óskaði þess á Fb að Bessastaðabóndinn tilkynnti nú í ávarpi sínu til þingsins hvort hann ætlaði að hæ...Posted by Sigurður G. Tómasson on 8. september 2015 AUÐVITAÐ FER HANN FRAM AFTUR. Það þarf ekkert að túlka þetta. Hann talar aldrei hreint út. Hann skilur eftir glufu....Posted by Eiður Svanberg Guðnason on 8. september 2015 Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Jón Trausti Reynisson ritstjóri orðar hreint út það sem margir velta fyrir sér eftir þingsetningarræðu forseta Íslands: „Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.“ Ræðan hefur vakið mikla athygli enda virðist sem svo að Ólafur Ragnar Grímsson sé að tilkynna um brotthvarf sitt, en er það endilega svo ef að er gáð? „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarávarpi sínu til þingsins. Hann setti 145. löggjafarþingið fyrr í dag. Færði hann þinginu einlægar þakkir fyrir farsæla samveru. Í fyrstu var talið að með þessu væri Ólafur að segja að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar á næsta ári. Hins vegar er ljóst að hann gæti sóst eftir umboði þjóðarinnar á nýjan leik. Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, þekkir vel til forsetans og telst vera honum handgenginn. Í fyrstu velktist hann hvergi í vafa um hver merking orða Ólafs Ragnars væri: „Og hefst þá samkvæmisleikurinn: Hver vill verða næsti forseti?“ En, svo er eins og það renni á hann tvær grímur þegar honum er bent á að þetta sé ekki með öllu afdráttarlaust: „Nei, það er alveg rétt enda forsetinn meistari hins óræða texta. En svo þakkaði hann öllu samstarfsfólki og starfsfólki þingsins gegnum árin og það var svona heilmikill kveðjutónn í þessu. En fyrirsögnin segir að hann gefi sterklega í skyn að hann hyggist hætta. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur virðist ekki taka mið af meistaratöktum forsetans hvað varðar hinn óræða texta og hann dregur umsvifalaust þá ályktun að Ólafur Ragnar sé á förum: „Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í embættið. Einkum þó athyglisvert að sjá hvernig þeir sjá embættið fyrir sér. Það hefur nefnilega breyst svo mjög í meðförum Ólafs, að umræðan mun eflaust hverfast um það, hvernig embættið eigi að vera í framtíðinni.“ Fjölmörg dæmi má nefna önnur þar sem menn reyna að rýna í orð forsetans og þau má sjá hér neðar; er hann virkilega að fara? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor leggur til að mynda það í orð Ólafs Ragnars að hann sé hvergi nærri á förum. ... Uppfært.Næstu stjórnvöld gætu hæglega átt Ólaf Ragnar á fæti Fréttastofa náði tali af prófessor Eiríki Bergmanni, sem segir að þessi hafi verið sú ályktun við fyrstu fréttum en eftir að hafa lesið ræðu forseta þá birtist allt önnur mynd: „Hann byrjar á því að leggja grunn að því að það megi ekki hrófla við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, að íslenska lýðveldið bókstaflega hvíli á því. Segir svo að ef menn ætla að setja slíka breytingu í þjóðaratkvæði samhliða forsetakjöri sé komin upp samskonar óvissa og hann varaði við fyrir fjórum árum og var þá forsenda þess að hann gat ekki stigið til hliðar. Með öðrum orðum geti stjórnvöld sem fari gegn vilja hans í þessu hæglega átt hann á fæti í næsta forsetakjöri.“Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.Posted by Jón Trausti Reynisson on 8. september 2015 Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í...Posted by Eirikur Bergmann on 8. september 2015 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar víst ekki að bjóða sig fram að nýju - þó nú ekki. Það er löngu komið nóg. Ég er nokkuð...Posted by Illugi Jökulsson on 8. september 2015 Pælið í því að vera með það athyglissjúkan apaheila sem forseta að það þurfi alltaf að fara af stað umræða um hvað hann meinti eiginlega með orðum sínum í hvert sinn sem hann tjáir sig.Posted by Haukur Viðar Alfreðsson on 8. september 2015 Forseti vor setur sig í stellingar og undirbýr jarðveginn, við þingsetningu. Mark my words, you aint seen all of Ólafur... Nú fer áskorunum á hann að rigna yfir hann.Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on 8. september 2015 Kjarninn er með þetta. Því miður. Þessi maður er gersamlega siðlaus:"Margir hafa litið svo á að með þessu sé Ólafur...Posted by Einar Steingrimsson on 8. september 2015 Mér heyrist á öllu þessu, að Ólafur Ragnar Grímsson sé að undirbúa sig undir að vera áfram forseti. Hann tók fram, að...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 8. september 2015 Orðið á götunni er að Ólafur ætli að taka við af Lars Lagerbäck eftir EM.Posted by Jón Oddur Guðmundsson on 8. september 2015 Jæja. Hver á nú að verða forseti? Seriously. Vantar fólk. Einhver þarf að gera þetta. Take one for the team!Posted by Smári McCarthy on 8. september 2015 Svavar Gestsson óskaði þess á Fb að Bessastaðabóndinn tilkynnti nú í ávarpi sínu til þingsins hvort hann ætlaði að hæ...Posted by Sigurður G. Tómasson on 8. september 2015 AUÐVITAÐ FER HANN FRAM AFTUR. Það þarf ekkert að túlka þetta. Hann talar aldrei hreint út. Hann skilur eftir glufu....Posted by Eiður Svanberg Guðnason on 8. september 2015
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira