Af hverju sigraði okkar tegund? Illugi Jökulsson skrifar 6. september 2015 10:00 Líkan af neanderdalsmanninum. Þegar ég var strákur og farinn að lesa mannkynssögu mér til skemmtunar harmaði ég stundum að vera uppi á tímum þegar búið væri að uppgötva allt. Vissulega væri bókasafn sögunnar nógu stórt til að mér myndi auðvitað aldrei endast ævin til að lesa það allt, en ég gæti þó líklega ekki búist við að nýjar deildir yrðu opnaðar í minni tíð. Héðan af yrðu varla grafin ný stórveldi upp úr eyðimörkum, eða áður alveg óþekktar þjóðir skytust fram úr grámóskunni og gerðu menn agndofa. Eða einhver alls óvænt tíðindi um gamalkunna stórviðburði kæmu í ljós á rykföllnu skjalasafni. Þrumur úr heiðskíru lofti, það var það sem ég vildi, en nei, svo fróðir voru menn líklega löngu orðnir um söguna kringum 1970 – þegar ég var að hugsa þetta allt saman – að nýjar uppgötvanir í mannkynssögunni yrðu þaðan í frá fyrst og fremst smávægilegar endurbætur á eldri þekkingu eða djarfhuga útleggingar. Í stórum dráttum hefur þetta gengið eftir. Menn hafa vissulega ekki gert margar uppgötvanir í mannkynssögu síðustu 40-50 árin sem hafa beinlínis breytt skilningi okkar á rás viðburða. Nema reyndar á einu sviði, og það er sú hin elsta saga sem við eigum, sú saga er snýst um þann tíma þegar við vorum bókstaflega að verða að mönnum. Sú saga er öll upp í loft frá því sem stóð í fjölfræðibókunum sem ég las ungur. Og hin nýja saga er raunar miklu flóknari, skemmtilegri og líka dularfyllri en áður var.Hin lygna ættarsaga Í bókunum frá því um 1970 var uppruni mannsins frekar einfaldur. Frumsögu okkar svipaði mest til úthugsaðrar ættarsögu sem streymir fram óaflátanleg eins og lygnt stórfljót, hver ættliður tekur við af öðrum, alltaf einhver framþróun með hverjum nýjum ættlið. Fyrir um 2,8 milljónum ára hafði þróast frá apalegum prímötum fyrsta eiginlega manntegundin, homo habilis. Hann var talinn fyrstur til að taka sér verkfæri í hönd og frá honum þróaðist fyrir tæplega tveimur milljónum ára ný tegund, homo erectus – hinn upprétti maður, sá sem stóð fyrstur að fullu í afturlappirnar. Fyrir eitthvað um 200 þúsund árum kom svo fram hinn eiginlegi maður, homo sapiens, sá viti borni eins og hann skírði sjálfan sig af mikilli hógværð. Frá honum greindist fljótlega heldur heimskur frændi sem ekkert varð á endanum úr, neanderdalsmaðurinn, en hann lét fyrir um 30 þúsund árum í minni pokann fyrir oss hinum vitrari. Svona var ættarsagan sem ég lærði. En í þessari sögu hefur sem sagt orðið sú bylting sem ég var að óska eftir í æsku. Og einmitt núna er reyndar verið að skrifa frumsögu okkar beinlínis upp á nýtt. Í staðinn fyrir að nútímamaðurinn hafi tekið tiltölulega snyrtilega við af homo erectus (með einni hliðargrein í Neanderdal) þá er nú ljóst að um það leyti sem tegundin homo sapiens kom fram var hún aðeins ein af mörgum manntegundum sem þá voru á dögum. Það er rúmur áratugur síðan við fundum þá skrýtnustu – homo floresiensis, hina dvergvöxnu frú á eyjunni Flores í Indónesíu, hún var bara metri á hæð – og það er enn skemmra síðan við fundum denisovana sem kenndir eru við helli í Altai-fjöllum í Síberíu þar sem leifar þeirra voru grafnar upp og kynntar fyrir fimm árum. Þeir voru uppi um sama leyti og neanderdalsmenn og blönduðu blóði við homo sapiens. DNA-rannsóknir hafa sýnt að í Suðaustur-Asíu geta menn nú rakið ættir sínar til denisova í svipuðum mæli og við Evrópumenn getum rakið okkur aftur til neanderdalsmanna sem homo sapiens eignaðist stöku sinnum króga með. Sömu DNA-rannsóknir hafa enn fremur fundið merki um enn eina manntegund sem þá var til og við höfum enn ekki rekist á jarðneskar leifar af. Eflaust voru manntegundirnar fleiri.„Heimski frændi“ En það er reyndar líka tiltölulega stutt síðan við horfðumst í augu við að neanderdalsmaðurinn var ekki „vitlausi frændi“ okkar hinna kláru og eitursnjöllu, kjáninn sem hlaut að láta undan síga þegar við mættum á svæðið í öllu okkar veldi, heldur var hann ósköp einfaldlega önnur tegund, náskyld að vísu, en í engu ósnjallari en hinir fyrstu homo sapiens. Enda voru neanderdalsmenn með stærri heila en homo sapiens sem alltaf hefur vafist töluvert fyrir okkur. Önnur svolítið óþægileg staðreynd er sú að þótt homo sapiens hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um 200 þúsund árum þá gerðist í raun og veru ekkert í kollinum á honum í 130 þúsund ár. Hann sýslaði suður í Afríku með sín frumstæðu tæki og tól sem hann tók flestöll að erfðum frá forfeðrunum en fann lítið sem ekkert upp sjálfur öll þessi löngu ár. Fornleifarannsóknir síðustu ára og áratuga hafa fært okkur heim sanninn um að homo sapiens var meiripartinn af sinni sögu í engu snjallari og skar sig á engan hátt frá öllum hinum manntegundunum sem við vitum nú að voru á flakki um veröld víða samtímis honum. Fyrr en fyrir 70 þúsund árum. Þá gerðist eitthvað. Nánast upp úr þurru varð gjörbreyting á homo sapiens. Hugsun hans tók heljarstökk. Allt í einu fór hann að huga að listum, hann fór að skreyta sig alls konar glingri og í framhaldi af því fór hann að stunda verslun og viðskipti. Homo sapiens gerðist nú fyrsta og eina manntegundin sem fór út í bissniss, það er að segja skiptast á varningi við aðra hópa sem bjuggu jafnvel í mikilli fjarlægð, það gerði neanderdalsmaðurinn til dæmis aldrei svo vitað sé. Athyglisvert er að fyrstu verslunarvörurnar virðast ekki hafa verið verkfæri eða hreinar nauðsynjar, heldur fyrst og fremst skraut, skartgripir og ýmsir listmunir þess tíma. Og einmitt um nákvæmlega sama leyti hóf homo sapiens þá útrás sína sem enn stendur, hann fór fyrst yfir Rauða hafið frá Eþíópíu til Jemen og arkaði svo alla leið til Suðaustur-Asíu og fleytti sér þaðan til Ástralíu eins og ég rakti reyndar í flækjusögugrein í sumar, en nokkru seinna fór annar hópur yfir til Mið-Asíu og seinna Evrópu og þá var svo komið að sapiens hafði algjöra yfirburði yfir frændur sína neanderdalsmenn og denisova og aðrar manntegundir og ruddi þeim hvarvetna úr vegi. Skyndilega var framþróun homo sapiens óstöðvandi, hann fór að skapa þau hellamálverk sem enn eiga ekki sinn líka og fór ótrúlega fljótt að láta sig dreyma um píramída …Hvað gerðist? Af hverju þetta stóra stökk fram á við? Af hverju hljóp homo sapiens á ótrúlega skömmum tíma frá því að vera aðeins ein rólyndisleg manntegund af mörgum og ekkert djúpgáfaðri en hinar yfir í að „sigra heiminn“ ef enn má komast svo groddalega að orði? Þetta vitum við ekki enn. Ekki stækkaði heilinn um þær mundir og DNA-rannsóknir hafa heldur ekki gefið neinar vísbendingar. Ein vinsæl skýring um þessar mundir er að fyrir um 70 þúsund árum hafi af einhverjum ástæðum orðið einhvers konar skammhlaup í heila okkar, og í kjölfar þess hafi alls konar nýjar heilafrumutengingar gert okkur kleift að hugsa á nýjan hátt – ímynda okkur hluti, búa til myndir í huganum og sögur, sem sé hugsa um fleira en beinlínis áþreifanlega hluti. Þessi „hugsanabylting“ hafi svo gert okkur kleift að vinna saman á miklu dýpri og róttækari hátt en hinar manntegundirnar. Því stóðust þær okkur ekki snúning til lengdar og dóu út – jafnvel hinir heilastóru neanderdalsmenn þar sem þetta dularfulla skammhlaup varð aldrei. „Hugsanabyltingin“ er til dæmis meginþema í hinni vinsælu bók Sapiens eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Harari þar sem hann leitast við að segja sögu mannkynsins frá upphafi. Harari heldur því beinlínis fram að skyndilegur hæfileiki okkar til að segja kjaftasögur um náungann hafi ráðið úrslitum – einmitt þannig höfum við lært að hugsa okkur ímyndaða og óáþreifanlega hluti! Einhvers konar hugsanabylting fyrir um 70 þúsund árum var vissulega staðreynd. En varð hún jafn snögg og Harari og fleiri vilja vera láta? Og af hverju stafaði hún? Kannski eldgosinu mikla í Toba? Eða bara slysni? Að þessu gætum við komist á hverri stundu. Það er nefnilega ekki búið að uppgötva allt! Flækjusaga Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þegar ég var strákur og farinn að lesa mannkynssögu mér til skemmtunar harmaði ég stundum að vera uppi á tímum þegar búið væri að uppgötva allt. Vissulega væri bókasafn sögunnar nógu stórt til að mér myndi auðvitað aldrei endast ævin til að lesa það allt, en ég gæti þó líklega ekki búist við að nýjar deildir yrðu opnaðar í minni tíð. Héðan af yrðu varla grafin ný stórveldi upp úr eyðimörkum, eða áður alveg óþekktar þjóðir skytust fram úr grámóskunni og gerðu menn agndofa. Eða einhver alls óvænt tíðindi um gamalkunna stórviðburði kæmu í ljós á rykföllnu skjalasafni. Þrumur úr heiðskíru lofti, það var það sem ég vildi, en nei, svo fróðir voru menn líklega löngu orðnir um söguna kringum 1970 – þegar ég var að hugsa þetta allt saman – að nýjar uppgötvanir í mannkynssögunni yrðu þaðan í frá fyrst og fremst smávægilegar endurbætur á eldri þekkingu eða djarfhuga útleggingar. Í stórum dráttum hefur þetta gengið eftir. Menn hafa vissulega ekki gert margar uppgötvanir í mannkynssögu síðustu 40-50 árin sem hafa beinlínis breytt skilningi okkar á rás viðburða. Nema reyndar á einu sviði, og það er sú hin elsta saga sem við eigum, sú saga er snýst um þann tíma þegar við vorum bókstaflega að verða að mönnum. Sú saga er öll upp í loft frá því sem stóð í fjölfræðibókunum sem ég las ungur. Og hin nýja saga er raunar miklu flóknari, skemmtilegri og líka dularfyllri en áður var.Hin lygna ættarsaga Í bókunum frá því um 1970 var uppruni mannsins frekar einfaldur. Frumsögu okkar svipaði mest til úthugsaðrar ættarsögu sem streymir fram óaflátanleg eins og lygnt stórfljót, hver ættliður tekur við af öðrum, alltaf einhver framþróun með hverjum nýjum ættlið. Fyrir um 2,8 milljónum ára hafði þróast frá apalegum prímötum fyrsta eiginlega manntegundin, homo habilis. Hann var talinn fyrstur til að taka sér verkfæri í hönd og frá honum þróaðist fyrir tæplega tveimur milljónum ára ný tegund, homo erectus – hinn upprétti maður, sá sem stóð fyrstur að fullu í afturlappirnar. Fyrir eitthvað um 200 þúsund árum kom svo fram hinn eiginlegi maður, homo sapiens, sá viti borni eins og hann skírði sjálfan sig af mikilli hógværð. Frá honum greindist fljótlega heldur heimskur frændi sem ekkert varð á endanum úr, neanderdalsmaðurinn, en hann lét fyrir um 30 þúsund árum í minni pokann fyrir oss hinum vitrari. Svona var ættarsagan sem ég lærði. En í þessari sögu hefur sem sagt orðið sú bylting sem ég var að óska eftir í æsku. Og einmitt núna er reyndar verið að skrifa frumsögu okkar beinlínis upp á nýtt. Í staðinn fyrir að nútímamaðurinn hafi tekið tiltölulega snyrtilega við af homo erectus (með einni hliðargrein í Neanderdal) þá er nú ljóst að um það leyti sem tegundin homo sapiens kom fram var hún aðeins ein af mörgum manntegundum sem þá voru á dögum. Það er rúmur áratugur síðan við fundum þá skrýtnustu – homo floresiensis, hina dvergvöxnu frú á eyjunni Flores í Indónesíu, hún var bara metri á hæð – og það er enn skemmra síðan við fundum denisovana sem kenndir eru við helli í Altai-fjöllum í Síberíu þar sem leifar þeirra voru grafnar upp og kynntar fyrir fimm árum. Þeir voru uppi um sama leyti og neanderdalsmenn og blönduðu blóði við homo sapiens. DNA-rannsóknir hafa sýnt að í Suðaustur-Asíu geta menn nú rakið ættir sínar til denisova í svipuðum mæli og við Evrópumenn getum rakið okkur aftur til neanderdalsmanna sem homo sapiens eignaðist stöku sinnum króga með. Sömu DNA-rannsóknir hafa enn fremur fundið merki um enn eina manntegund sem þá var til og við höfum enn ekki rekist á jarðneskar leifar af. Eflaust voru manntegundirnar fleiri.„Heimski frændi“ En það er reyndar líka tiltölulega stutt síðan við horfðumst í augu við að neanderdalsmaðurinn var ekki „vitlausi frændi“ okkar hinna kláru og eitursnjöllu, kjáninn sem hlaut að láta undan síga þegar við mættum á svæðið í öllu okkar veldi, heldur var hann ósköp einfaldlega önnur tegund, náskyld að vísu, en í engu ósnjallari en hinir fyrstu homo sapiens. Enda voru neanderdalsmenn með stærri heila en homo sapiens sem alltaf hefur vafist töluvert fyrir okkur. Önnur svolítið óþægileg staðreynd er sú að þótt homo sapiens hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um 200 þúsund árum þá gerðist í raun og veru ekkert í kollinum á honum í 130 þúsund ár. Hann sýslaði suður í Afríku með sín frumstæðu tæki og tól sem hann tók flestöll að erfðum frá forfeðrunum en fann lítið sem ekkert upp sjálfur öll þessi löngu ár. Fornleifarannsóknir síðustu ára og áratuga hafa fært okkur heim sanninn um að homo sapiens var meiripartinn af sinni sögu í engu snjallari og skar sig á engan hátt frá öllum hinum manntegundunum sem við vitum nú að voru á flakki um veröld víða samtímis honum. Fyrr en fyrir 70 þúsund árum. Þá gerðist eitthvað. Nánast upp úr þurru varð gjörbreyting á homo sapiens. Hugsun hans tók heljarstökk. Allt í einu fór hann að huga að listum, hann fór að skreyta sig alls konar glingri og í framhaldi af því fór hann að stunda verslun og viðskipti. Homo sapiens gerðist nú fyrsta og eina manntegundin sem fór út í bissniss, það er að segja skiptast á varningi við aðra hópa sem bjuggu jafnvel í mikilli fjarlægð, það gerði neanderdalsmaðurinn til dæmis aldrei svo vitað sé. Athyglisvert er að fyrstu verslunarvörurnar virðast ekki hafa verið verkfæri eða hreinar nauðsynjar, heldur fyrst og fremst skraut, skartgripir og ýmsir listmunir þess tíma. Og einmitt um nákvæmlega sama leyti hóf homo sapiens þá útrás sína sem enn stendur, hann fór fyrst yfir Rauða hafið frá Eþíópíu til Jemen og arkaði svo alla leið til Suðaustur-Asíu og fleytti sér þaðan til Ástralíu eins og ég rakti reyndar í flækjusögugrein í sumar, en nokkru seinna fór annar hópur yfir til Mið-Asíu og seinna Evrópu og þá var svo komið að sapiens hafði algjöra yfirburði yfir frændur sína neanderdalsmenn og denisova og aðrar manntegundir og ruddi þeim hvarvetna úr vegi. Skyndilega var framþróun homo sapiens óstöðvandi, hann fór að skapa þau hellamálverk sem enn eiga ekki sinn líka og fór ótrúlega fljótt að láta sig dreyma um píramída …Hvað gerðist? Af hverju þetta stóra stökk fram á við? Af hverju hljóp homo sapiens á ótrúlega skömmum tíma frá því að vera aðeins ein rólyndisleg manntegund af mörgum og ekkert djúpgáfaðri en hinar yfir í að „sigra heiminn“ ef enn má komast svo groddalega að orði? Þetta vitum við ekki enn. Ekki stækkaði heilinn um þær mundir og DNA-rannsóknir hafa heldur ekki gefið neinar vísbendingar. Ein vinsæl skýring um þessar mundir er að fyrir um 70 þúsund árum hafi af einhverjum ástæðum orðið einhvers konar skammhlaup í heila okkar, og í kjölfar þess hafi alls konar nýjar heilafrumutengingar gert okkur kleift að hugsa á nýjan hátt – ímynda okkur hluti, búa til myndir í huganum og sögur, sem sé hugsa um fleira en beinlínis áþreifanlega hluti. Þessi „hugsanabylting“ hafi svo gert okkur kleift að vinna saman á miklu dýpri og róttækari hátt en hinar manntegundirnar. Því stóðust þær okkur ekki snúning til lengdar og dóu út – jafnvel hinir heilastóru neanderdalsmenn þar sem þetta dularfulla skammhlaup varð aldrei. „Hugsanabyltingin“ er til dæmis meginþema í hinni vinsælu bók Sapiens eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Harari þar sem hann leitast við að segja sögu mannkynsins frá upphafi. Harari heldur því beinlínis fram að skyndilegur hæfileiki okkar til að segja kjaftasögur um náungann hafi ráðið úrslitum – einmitt þannig höfum við lært að hugsa okkur ímyndaða og óáþreifanlega hluti! Einhvers konar hugsanabylting fyrir um 70 þúsund árum var vissulega staðreynd. En varð hún jafn snögg og Harari og fleiri vilja vera láta? Og af hverju stafaði hún? Kannski eldgosinu mikla í Toba? Eða bara slysni? Að þessu gætum við komist á hverri stundu. Það er nefnilega ekki búið að uppgötva allt!
Flækjusaga Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira