Matur

Chia grautur og kjúklingasalat

Eva Laufey Kjaran skrifar
Vísir/Stöð 2

Chia grautur

1 dl chia-fræ

2 dl möndlumjöl

½ dl kókosmjöl

1 dl frosin bláber

Ferskir ávextir t.d. jarðarber, bláber og banani

Hellið chia-fræjum, kókosmjöli og möndlumjólk í skál og blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. 

Skreytið grautinn gjarnan með ferskum ávöxtur.

Vísir/Stöð 2

Sesarsalat

Hvítlaukssósa

1 dós sýrður rjómi

1 tsk. dijon-sinnep

2–3 tsk. majónes

1 tsk. hvítvínsedik

1 tsk. sítrónusafi

Salt og pipar

2 hvítlauksrif

50–60 g nýrifinn parmesanostur

Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu.

Salatið

3 kjúklingabringur, skornar í teninga

Ólífuolía

Salt og pipar

Kjúklingakrydd

100 g beikon

Kál, magn eftir smekk (helst romain-salat)

1 agúrka

10 kirsuberjatómatar

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu, kryddið til með salti, pipar og kjúklingakryddi. Steikið beikonið á annarri pönnu eða steikið í ofni. Saxið kálið smátt og dreifið á fat. Skerið agúrkuna, tómatana og beikonið í litla bita og dreifið yfir kálið. Því næst bætið þið kjúklingabitunum og brauðteningunum yfir salatið. Í lokin rífið þið duglega af parmesanosti yfir allt salatið og ekki spara ostinn!

Hvítlauksbrauðteningar

Hvítt brauð

1 dl ólífuolía

Salt og pipar

2 hvítlauksrif

Blandið saman ólífuolíu, pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál. Skerið brauðið í teninga og veltið þeim upp úr hvítlauksolíunni. Leggið brauðteningana á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.


Tengdar fréttir

Haustsúpa sem yljar

Ég veit fátt betra en matarmiklar og kraftmiklar súpur sem ylja á köldum dögum. Haustið er gengið í garð og því er tilvalið að bjóða upp á súpu með einföldu hvítlauksbrauði.

Hollari kleinuhringir að hætti Evu

Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey gefur lesendum Lífsins uppskrift að kleinuhringjum með glassúr sem eru hátíð fyrir bragðlaukana.

Jarðarberjaskyrkaka með hvítu súkkulaði

Skyrkökur er bæði einfaldar og afar ljúffengar. Í fyrsta þætti mínum deildi ég uppskrift að ómótstæðilegri jarðarberjaskyrköku sem fær hjörtun til að slá hraðar.

Grænmetislasagna úr Matargleði Evu

Í fyrsta þætti mínum eldaði ég hinn fullkomna grænmetisrétt, lasagna sem er stútfullt að góðgæti fyrir líkama og sál.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.