Dýraverndarstarf á Íslandi Hallgerður Hauksdóttir og Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2015 09:00 Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun