Hið opna samfélag og óvinir þess Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 07:00 Það er beinn efnahagslegur ávinningur sem fylgir því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Sú röksemdafærsla heyrist oft að flóttamenn séu byrði á samfélaginu (e. refugee burden). Þessi málflutningur var áberandi eftir útgáfu ICARA-skýrslnanna (International Conference on Assistance to Refugees in Africa) árin 1981 og 1984. Hins vegar hafa fræðimenn í hagfræði bent á að kostirnir sem fylgja móttöku flóttamanna séu langtum fleiri og þyngri á metunum en tímabundin byrði sem þeir hafa í för með sér fyrir móttökusamfélagið. Hér má nefna nýja menntun, þekkingu og hæfileika og aukna neyslu á mat og byggingarefnum, sem örvar svo atvinnulífið og ýtir undir hagvöxt í fyllingu tímans. Nýleg rannsókn á efnahagslegum áhrifum Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenía leiddi ljós að beinn fjárhagslegur ávinningur Kenía af flóttamannabúðunum nam 14 milljónum Bandaríkjadala árlega, sem var fjórðungur af heildartekjum héraðsins en 1.200 heimamenn njóta góðs af atvinnu í tengslum við búðirnar. Ef við horfum landfræðilega nær okkur þá tekur ekkert annað ríki í Evrópu við fleiri flóttamönnum en Þýskaland. Sem sagt, öflugasta, ríkasta og þróaðasta (og næstfjölmennasta) ríki álfunnar tekur við flestum flóttamönnum. Á þessu ári er búist við að 800 þúsund hælisumsóknir berist þýskum stjórnvöldum og í þýskum fjölmiðlum er greint frá því að þótt ekki liggi fyrir hversu margar umsóknir verði samþykktar muni þær hlaupa á hundruðum þúsunda. Svíþjóð, annað háþróað og leiðandi evrópskt ríki, tók við 30.000 flóttamönnum á síðasta ári. Ekkert annað ríki álfunnar tók við fleiri hælisleitendum á hverja 100 þúsund íbúa á árunum 2005-2012. Ef Ísland tæki við hlutfallslega jafn mörgum flóttamönnum og Svíþjóð myndu Íslendingar taka við 1.500 flóttamönnum á þessu ári en ekki 50. Þótt Ísland bregðist við flóttamannavandanum eins og aðrar siðaðar þjóðir álfunnar þýðir það ekki að íslensk stjórnvöld eigi að opna landamærin upp á gátt. Íslensk stjórnvöld þurfa að vega og meta hagsmuni sína hverju sinni og löggjafinn þarf að meta hvaða stefnu sé rétt að taka með hliðsjón af stefnu annarra ríkja í málefnum innflytjenda. Ný útlendingalög eru ágætis byrjun en frumvarp þess efnis, sem er talsverð réttarbót, liggur fyrir þinginu. Titill þessarar greinar er fenginn að láni frá Karli Popper sem gaf út samnefnda bók árið 1945. Umræðan um flóttamenn á Íslandi undirstrikar vel ágreining þeirra sem standa vörð um hið opna samfélag og svo óvini þess sem láta fáfræði og kynþáttahyggju vera leiðarstef í málflutningi sínum þegar málefni flóttamanna eru annars vegar. Upplýstir menn taka ákvarðanir á grundvelli röksemda, ekki fáfræði. Fólkið sem nú flýr heimili sín í Sýrlandi er í flestum tilvikum fulltrúar millistéttarinnar þar í landi, vel menntað og harðduglegt fólk sem getur ekki búið í heimahögum vegna vargaldar. Villimenn, óvinir siðmenningar og frelsis, hafa knúið þetta fólk til að flýja heimili sín. Í flestum tilvikum væri þetta fólk til þess að styrkja og auðga samfélag okkar. Sýnum í verki að við séum ekki eftirbátar annarra siðmenntaðra þjóða í álfunni og tökum á móti þessu fólki. Ekki bara til að hjálpa því, heldur til að auðga og styrkja okkar eigið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það er beinn efnahagslegur ávinningur sem fylgir því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Sú röksemdafærsla heyrist oft að flóttamenn séu byrði á samfélaginu (e. refugee burden). Þessi málflutningur var áberandi eftir útgáfu ICARA-skýrslnanna (International Conference on Assistance to Refugees in Africa) árin 1981 og 1984. Hins vegar hafa fræðimenn í hagfræði bent á að kostirnir sem fylgja móttöku flóttamanna séu langtum fleiri og þyngri á metunum en tímabundin byrði sem þeir hafa í för með sér fyrir móttökusamfélagið. Hér má nefna nýja menntun, þekkingu og hæfileika og aukna neyslu á mat og byggingarefnum, sem örvar svo atvinnulífið og ýtir undir hagvöxt í fyllingu tímans. Nýleg rannsókn á efnahagslegum áhrifum Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenía leiddi ljós að beinn fjárhagslegur ávinningur Kenía af flóttamannabúðunum nam 14 milljónum Bandaríkjadala árlega, sem var fjórðungur af heildartekjum héraðsins en 1.200 heimamenn njóta góðs af atvinnu í tengslum við búðirnar. Ef við horfum landfræðilega nær okkur þá tekur ekkert annað ríki í Evrópu við fleiri flóttamönnum en Þýskaland. Sem sagt, öflugasta, ríkasta og þróaðasta (og næstfjölmennasta) ríki álfunnar tekur við flestum flóttamönnum. Á þessu ári er búist við að 800 þúsund hælisumsóknir berist þýskum stjórnvöldum og í þýskum fjölmiðlum er greint frá því að þótt ekki liggi fyrir hversu margar umsóknir verði samþykktar muni þær hlaupa á hundruðum þúsunda. Svíþjóð, annað háþróað og leiðandi evrópskt ríki, tók við 30.000 flóttamönnum á síðasta ári. Ekkert annað ríki álfunnar tók við fleiri hælisleitendum á hverja 100 þúsund íbúa á árunum 2005-2012. Ef Ísland tæki við hlutfallslega jafn mörgum flóttamönnum og Svíþjóð myndu Íslendingar taka við 1.500 flóttamönnum á þessu ári en ekki 50. Þótt Ísland bregðist við flóttamannavandanum eins og aðrar siðaðar þjóðir álfunnar þýðir það ekki að íslensk stjórnvöld eigi að opna landamærin upp á gátt. Íslensk stjórnvöld þurfa að vega og meta hagsmuni sína hverju sinni og löggjafinn þarf að meta hvaða stefnu sé rétt að taka með hliðsjón af stefnu annarra ríkja í málefnum innflytjenda. Ný útlendingalög eru ágætis byrjun en frumvarp þess efnis, sem er talsverð réttarbót, liggur fyrir þinginu. Titill þessarar greinar er fenginn að láni frá Karli Popper sem gaf út samnefnda bók árið 1945. Umræðan um flóttamenn á Íslandi undirstrikar vel ágreining þeirra sem standa vörð um hið opna samfélag og svo óvini þess sem láta fáfræði og kynþáttahyggju vera leiðarstef í málflutningi sínum þegar málefni flóttamanna eru annars vegar. Upplýstir menn taka ákvarðanir á grundvelli röksemda, ekki fáfræði. Fólkið sem nú flýr heimili sín í Sýrlandi er í flestum tilvikum fulltrúar millistéttarinnar þar í landi, vel menntað og harðduglegt fólk sem getur ekki búið í heimahögum vegna vargaldar. Villimenn, óvinir siðmenningar og frelsis, hafa knúið þetta fólk til að flýja heimili sín. Í flestum tilvikum væri þetta fólk til þess að styrkja og auðga samfélag okkar. Sýnum í verki að við séum ekki eftirbátar annarra siðmenntaðra þjóða í álfunni og tökum á móti þessu fólki. Ekki bara til að hjálpa því, heldur til að auðga og styrkja okkar eigið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun