Kiddi Magg hittir ekkert nema loft eftir gullfallega sendingu Gumma Ben | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 13:30 Gummi Ben með boltann. mynd/skjáskot Meistaraflokkur KR í knattspyrnu karla tók því létt á æfingu liðsins í hádeginu og skellti sér í körfubolta á parketi Íslandsmeistaranna. Sindri Snær Jenson, tískufrömuður og varamarkvörður KR, var með virkilega skemmtilega beina lýsingu frá leiknum á Twitter eins og sjá má hér. Í öðru liðinu voru Óskar Örn Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Logi Magnússon, Hólmbert Aron Friðjólsson, Skúli Jón Friðgeirsson og Bjarni Guðjónsson. Á móti þeim voru Jónas Guðni Sævarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Almarr Ormarsson og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Benediktsson. Óskar Örn Hauksson, framherji KR-inga, kemur úr Njarðvík og kann því ýmislegt fyrir sér í körfubolta. Njarðvík er auðvitað sigursælasta félag íslenska körfuboltans. Hann setti niður silkimjúkan þrist:Skari með mjööög snyrtilegan þrist #KRKarfapic.twitter.com/zlWyAJFYT7 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur svo sannarlega hæðina í að spila körfubolta. Hann jafnaði leikinn með snyrtilegu sniðskoti:Þú kennir ekki hæð sagði einhver snillingurinn. Staðan 8-8. Grétar með lay up. pic.twitter.com/wF8MQU2urj — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Óskar Örn Hauksson hefur fengið viðurnefnið Air Canada í sumar vegna stökkkraftsins sem hann kom með í handfarangri frá Kanada fyrir tímabilið. Hann varði skot Almarrs Ormarssonar með tilþrifum:Skari með gott blokk á Almarr. pic.twitter.com/jWrixu0xD8 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Fyndnasta atvik leiksins var þó klárlega þegar Kristinn Magnússon hitti ekkert nema loft eftir geggjaða sendingu frá aðstoðarþjálfaranum Guðmundi Benediktssyni. Menn verða að minnsta kosti að hitta hringinn eftir svona sendingar!AIR BALL frá @kiddijmagg eftir magnaða sendingu frá @GummiBenpic.twitter.com/6rjXsVeiCE — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Gummi Ben virðist kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta:Skemmtilegar hreyfingar og 2 stig frá @GummiBenpic.twitter.com/bpN5BGvK7Y — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Þrátt fyrir loftboltann hjá Kidda Magg stóð liðið hans uppi sem sigurvegari..@sindrijensson 40-39 sigur hjá Jónasi, @Gretarsigfinnur@kiddijmagg@AronBjarki@almarrormars & @gummisig54 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Íslenski körfuboltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Meistaraflokkur KR í knattspyrnu karla tók því létt á æfingu liðsins í hádeginu og skellti sér í körfubolta á parketi Íslandsmeistaranna. Sindri Snær Jenson, tískufrömuður og varamarkvörður KR, var með virkilega skemmtilega beina lýsingu frá leiknum á Twitter eins og sjá má hér. Í öðru liðinu voru Óskar Örn Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Logi Magnússon, Hólmbert Aron Friðjólsson, Skúli Jón Friðgeirsson og Bjarni Guðjónsson. Á móti þeim voru Jónas Guðni Sævarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Almarr Ormarsson og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Benediktsson. Óskar Örn Hauksson, framherji KR-inga, kemur úr Njarðvík og kann því ýmislegt fyrir sér í körfubolta. Njarðvík er auðvitað sigursælasta félag íslenska körfuboltans. Hann setti niður silkimjúkan þrist:Skari með mjööög snyrtilegan þrist #KRKarfapic.twitter.com/zlWyAJFYT7 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur svo sannarlega hæðina í að spila körfubolta. Hann jafnaði leikinn með snyrtilegu sniðskoti:Þú kennir ekki hæð sagði einhver snillingurinn. Staðan 8-8. Grétar með lay up. pic.twitter.com/wF8MQU2urj — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Óskar Örn Hauksson hefur fengið viðurnefnið Air Canada í sumar vegna stökkkraftsins sem hann kom með í handfarangri frá Kanada fyrir tímabilið. Hann varði skot Almarrs Ormarssonar með tilþrifum:Skari með gott blokk á Almarr. pic.twitter.com/jWrixu0xD8 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Fyndnasta atvik leiksins var þó klárlega þegar Kristinn Magnússon hitti ekkert nema loft eftir geggjaða sendingu frá aðstoðarþjálfaranum Guðmundi Benediktssyni. Menn verða að minnsta kosti að hitta hringinn eftir svona sendingar!AIR BALL frá @kiddijmagg eftir magnaða sendingu frá @GummiBenpic.twitter.com/6rjXsVeiCE — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Gummi Ben virðist kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta:Skemmtilegar hreyfingar og 2 stig frá @GummiBenpic.twitter.com/bpN5BGvK7Y — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015 Þrátt fyrir loftboltann hjá Kidda Magg stóð liðið hans uppi sem sigurvegari..@sindrijensson 40-39 sigur hjá Jónasi, @Gretarsigfinnur@kiddijmagg@AronBjarki@almarrormars & @gummisig54 — Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) September 28, 2015
Íslenski körfuboltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira