Við viljum myndir sem hreyfa við okkur Magnús Guðmundsson skrifar 25. september 2015 10:30 Hrönn Marinósdóttir listrænn stjórnandi RIFF. Visir/Anton Brink Á næstu dögum, allt fram til 4. október, gefst Íslendingum tækifæri til þess að sjá margt af því sem er efst á baugi í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Hrönn Marinósdóttir er listrænn stjórnandi RIFF og á meðal upphafsmanna hátíðarinnar árið 2004 og hún segir að markmiðið hafi verið að taka þátt í að breyta kvikmyndamenningunni á Íslandi og gera Reykjavík að alþjóðlegri kvikmyndahátíðarborg. „Við vildum líka kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir og erum á því að það hafi tekist. Hátíðin er mjög vel sótt, sérstaklega er ungt fólk duglegt að koma en svo erum við líka að fá til okkar fólk á öllum aldri, fólk sem bíður eftir RIFF á haustin og segir okkur að hátíðin sé orðin fastur punktur í sinni viðburðadagskrá.Nýstirni og stórstjörnur RIFF er hátíð sem kvikmyndagerðarmenn alls staðar úr heiminum vilja fá myndina sína á og á hverju ári erum við að fara í gegnum um þúsund umsóknir þannig að það er óhætt að segja að það sé orðið eftirsóknarvert að komast inn. Ég held að það séu nokkrar ástæður fyrir þessari velgengni. Í fyrsta lagi hugsuðum við hvers konar hátíð við vildum og við vildum skapa hátíð sem væri í takt við Reykjavík. Reykjavík er ung og fersk borg, þannig að við ákváðum að hafa dagskrána í samræmi við andrúmsloftið í borginni. Við reyndum aldrei að búa til Cannes eða Berlín heldur héldum í sérstöðu Reykjavíkur og unnum út frá því, þannig að RIFF er ung og framsækin hátíð. Þess vegna erum við líka með sérstakan keppnisflokk, Gullna lundann, sem er okkar tromp en þar eru einvörðungu nýjar myndir eftir unga leikstjóra sem eru að stíga sín fyrstu spor þó svo þeir hafi sumir hverjir verið lengi í bransanum. En svo til þess að hafa hlutina í samhengi þá erum við líka alltaf með fókus á eldri og reyndari leikstjóra og í ár eru það þau Margarethe Von Trotta og David Cronenberg sem eru bæði magnaðir leikstórar en afskaplega ólík. Það er gaman að sýna fram á breiddina og kynna fyrir fólki um leið nýjar og spennandi myndir.“Alþjóðleg hátíð Hrönn leggur áherslu á að á hátíðinni sé að finna myndir við allra hæfi og margar þeirra eru alveg splunkunýjar. „Margar myndanna eru að koma hingað beint frá Toronto og Feneyjum, við erum með mikið af Evrópufrumsýningum og líka Norðurlandafrumsýningum. Vinnum með erlendum dagskrárstjórum sem hjálpa okkur að velja myndirnar inn á hátíðina og allt þetta leiðir til þess að bransinn og erlendir blaðamenn hafa mikinn áhuga á að koma hingað og fylgjast með því sem við erum að gera. Hingað koma um hundrað sjálfboðaliðar til þess að vinna við hátíðina, fjöldi kvikmyndgerðarmanna, dreifingaraðila og svo mætti áfram telja. Svo skiptir auðvitað líka miklu máli að Reykjavík er vinsæl og eftirsóknarverð borg, rétt eins og Ísland allt. Enda erum við líka að fá hingað nokkur hundruð manns í það heila til þess að taka þátt og fylgjast með því sem er í gangi á RIFF.“Sérstaða RIFF Hrönn segir að RIFF hafi alltaf haft þá áherslu að vera skemmtileg hátíð. „Við erum með skemmtilegar myndir um alls konar málefni en svo höfum við alltaf verið með sérstaklega mikla áherslu á myndir frá Norðurlöndum. Einfaldlega vegna þess að þær höfða mjög sterkt til Íslendinga og þjóðin virðist samsama sig vel þessum norræna veruleika sem þar birtist. Í ár erum við í samstarfi við dönsku kvikmyndastofnunina og með splunkunýjar myndir m.a. eftir Anders Thomas Jensen, Susanne Bier og fjölmarga fleiri frábæra leikstjóra. Að auki þá frumsýnum við sjónvarpsefni í fyrsta skipti – einfaldlega vegna þess að sjónvarpsþáttagerð er komin á par við það besta sem gerist í kvikmyndum. Ófærð var til að mynda heimsfrumsýnd á hátíðinni í Toronto og fyrsti þátturinn verður Evrópufrumsýndur hjá okkur. Það er gríðarlega mikið lagt í þetta efni sem að margra mati jafnast á við það besta sem gerist í kvikmyndagerð og það er gaman fyrir áhorfendur að fá tækifæri til þess að sjá þetta á tjaldi.“Vítt og breitt Eitt af því sem einkennir RIFF er mikil breidd í viðburðum hátíðarinnar, þar má nefna tónleika með tónlist Woody Allen í Salnum í Kópavogi, sundbíó í Sundhöll Reykjavíkur og fleira skemmtilegt. Hrönn segir að þetta hafi löngum verið einkenni á hátíðinni. „Það er svo sérstakt og skemmtilegt andrúmsloft sem myndast á RIFF. Fólk kynnist og fer að spjalla og það er stór hluti af því að hafa gaman af þessu. Svo höfum við verið að fara út úr kvikmyndahúsunum og þá vil ég sérstaklega nefna þetta frábæra samstarf við Kópavogsbæ sem hefur tekið gríðarlega vel á móti okkur. Við erum að fara inn í skólana, verðum með tónleika í Salnum, pólskar teiknimyndir í Gerðarsafni og sitthvað fleira. Það er svo gaman að fara með kvikmyndirnar út á meðal fólks og kynna fyrir því það besta sem kvikmyndalistin hefur að bjóða. Það þarf ekki allt að gerast í örfáum bíóhúsum í Reykjavík og Kópavogsbær hefur komið með afar skemmtilegum hætti inn í þetta hjá okkur og það hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt samstarf. Við leggjum líka áherslu á að RIFF snerti marga og veljum inn myndir sem koma okkur við og hreyfa við okkur. Það skiptir svo miklu máli að svona hátíð sé í samræðu við samfélagið. Það er því um að gera að nýta tímann vel og taka næstu daga í að sjá allt það nýjasta og ferskasta í kvikmyndaheiminum í dag.“ RIFF Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á næstu dögum, allt fram til 4. október, gefst Íslendingum tækifæri til þess að sjá margt af því sem er efst á baugi í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Hrönn Marinósdóttir er listrænn stjórnandi RIFF og á meðal upphafsmanna hátíðarinnar árið 2004 og hún segir að markmiðið hafi verið að taka þátt í að breyta kvikmyndamenningunni á Íslandi og gera Reykjavík að alþjóðlegri kvikmyndahátíðarborg. „Við vildum líka kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir og erum á því að það hafi tekist. Hátíðin er mjög vel sótt, sérstaklega er ungt fólk duglegt að koma en svo erum við líka að fá til okkar fólk á öllum aldri, fólk sem bíður eftir RIFF á haustin og segir okkur að hátíðin sé orðin fastur punktur í sinni viðburðadagskrá.Nýstirni og stórstjörnur RIFF er hátíð sem kvikmyndagerðarmenn alls staðar úr heiminum vilja fá myndina sína á og á hverju ári erum við að fara í gegnum um þúsund umsóknir þannig að það er óhætt að segja að það sé orðið eftirsóknarvert að komast inn. Ég held að það séu nokkrar ástæður fyrir þessari velgengni. Í fyrsta lagi hugsuðum við hvers konar hátíð við vildum og við vildum skapa hátíð sem væri í takt við Reykjavík. Reykjavík er ung og fersk borg, þannig að við ákváðum að hafa dagskrána í samræmi við andrúmsloftið í borginni. Við reyndum aldrei að búa til Cannes eða Berlín heldur héldum í sérstöðu Reykjavíkur og unnum út frá því, þannig að RIFF er ung og framsækin hátíð. Þess vegna erum við líka með sérstakan keppnisflokk, Gullna lundann, sem er okkar tromp en þar eru einvörðungu nýjar myndir eftir unga leikstjóra sem eru að stíga sín fyrstu spor þó svo þeir hafi sumir hverjir verið lengi í bransanum. En svo til þess að hafa hlutina í samhengi þá erum við líka alltaf með fókus á eldri og reyndari leikstjóra og í ár eru það þau Margarethe Von Trotta og David Cronenberg sem eru bæði magnaðir leikstórar en afskaplega ólík. Það er gaman að sýna fram á breiddina og kynna fyrir fólki um leið nýjar og spennandi myndir.“Alþjóðleg hátíð Hrönn leggur áherslu á að á hátíðinni sé að finna myndir við allra hæfi og margar þeirra eru alveg splunkunýjar. „Margar myndanna eru að koma hingað beint frá Toronto og Feneyjum, við erum með mikið af Evrópufrumsýningum og líka Norðurlandafrumsýningum. Vinnum með erlendum dagskrárstjórum sem hjálpa okkur að velja myndirnar inn á hátíðina og allt þetta leiðir til þess að bransinn og erlendir blaðamenn hafa mikinn áhuga á að koma hingað og fylgjast með því sem við erum að gera. Hingað koma um hundrað sjálfboðaliðar til þess að vinna við hátíðina, fjöldi kvikmyndgerðarmanna, dreifingaraðila og svo mætti áfram telja. Svo skiptir auðvitað líka miklu máli að Reykjavík er vinsæl og eftirsóknarverð borg, rétt eins og Ísland allt. Enda erum við líka að fá hingað nokkur hundruð manns í það heila til þess að taka þátt og fylgjast með því sem er í gangi á RIFF.“Sérstaða RIFF Hrönn segir að RIFF hafi alltaf haft þá áherslu að vera skemmtileg hátíð. „Við erum með skemmtilegar myndir um alls konar málefni en svo höfum við alltaf verið með sérstaklega mikla áherslu á myndir frá Norðurlöndum. Einfaldlega vegna þess að þær höfða mjög sterkt til Íslendinga og þjóðin virðist samsama sig vel þessum norræna veruleika sem þar birtist. Í ár erum við í samstarfi við dönsku kvikmyndastofnunina og með splunkunýjar myndir m.a. eftir Anders Thomas Jensen, Susanne Bier og fjölmarga fleiri frábæra leikstjóra. Að auki þá frumsýnum við sjónvarpsefni í fyrsta skipti – einfaldlega vegna þess að sjónvarpsþáttagerð er komin á par við það besta sem gerist í kvikmyndum. Ófærð var til að mynda heimsfrumsýnd á hátíðinni í Toronto og fyrsti þátturinn verður Evrópufrumsýndur hjá okkur. Það er gríðarlega mikið lagt í þetta efni sem að margra mati jafnast á við það besta sem gerist í kvikmyndagerð og það er gaman fyrir áhorfendur að fá tækifæri til þess að sjá þetta á tjaldi.“Vítt og breitt Eitt af því sem einkennir RIFF er mikil breidd í viðburðum hátíðarinnar, þar má nefna tónleika með tónlist Woody Allen í Salnum í Kópavogi, sundbíó í Sundhöll Reykjavíkur og fleira skemmtilegt. Hrönn segir að þetta hafi löngum verið einkenni á hátíðinni. „Það er svo sérstakt og skemmtilegt andrúmsloft sem myndast á RIFF. Fólk kynnist og fer að spjalla og það er stór hluti af því að hafa gaman af þessu. Svo höfum við verið að fara út úr kvikmyndahúsunum og þá vil ég sérstaklega nefna þetta frábæra samstarf við Kópavogsbæ sem hefur tekið gríðarlega vel á móti okkur. Við erum að fara inn í skólana, verðum með tónleika í Salnum, pólskar teiknimyndir í Gerðarsafni og sitthvað fleira. Það er svo gaman að fara með kvikmyndirnar út á meðal fólks og kynna fyrir því það besta sem kvikmyndalistin hefur að bjóða. Það þarf ekki allt að gerast í örfáum bíóhúsum í Reykjavík og Kópavogsbær hefur komið með afar skemmtilegum hætti inn í þetta hjá okkur og það hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt samstarf. Við leggjum líka áherslu á að RIFF snerti marga og veljum inn myndir sem koma okkur við og hreyfa við okkur. Það skiptir svo miklu máli að svona hátíð sé í samræðu við samfélagið. Það er því um að gera að nýta tímann vel og taka næstu daga í að sjá allt það nýjasta og ferskasta í kvikmyndaheiminum í dag.“
RIFF Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira