Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 25. september 2015 07:00 Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns. „Þá erum við komin með hættulegt fordæmi. Það var það sem ég var að reyna útskýra með þessu dæmi en hefði þurft að gera betur. En það er alveg ástæða til þess að nefna nasista vegna þess að í Evrópu eru nýnasistar að komast til valda. Það er ástæða til að óttast öfgahópa.“ Sjálfhverfur meirihlutiÁslaug vill að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri íhugi afsögn. „Okkur finnst málið miklu stærra en hann gerir sér grein fyrir. Það var kæruleysislega unnið. Í fyrstu heldur borgarstjóri því fram að málið hafi verið kannað af skrifstofu borgarlögmanns og innkaupasérfræðingum og tillagan brjóti ekki í bága við lög. Stuttu síðar kemur tilkynning frá utanríkisráðuneyti þar sem því þveröfuga er haldið fram. Þetta beinlínis brjóti gegn utanríkisstefnu. Það sem er alvarlegt er að Dagur segir að hann átti sig á því að sniðganga Reykjavíkurborgar við vörurnar sé afar veik leið og muni ekki hafa þau áhrif að líf fólks á svæðunum sem um ræðir verði betra, heldur væri meira táknræn. Hann samþykkir tillöguna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum. Þegar viðbrögðin fara að berast í fjölmiðlum, vörur hverfa úr hillum í Bandaríkjunum, sala á íslensku vatni er í uppnámi, ferðaþjónustan kvartar og allar línur glóa í utanríkisráðuneytinu, þá vakna viðbrögð hjá Degi og hann er mest reiður sjálfum sér fyrir að skaða meirihlutann sem mér finnst lýsa sjálfhverfu.“ Áslaug segir viðhorf meirihlutans eins og enginn skaði hafi orðið. „Eða að skaðinn skipti ekki máli heldur værum við í minnihluta að tromma upp einhvers konar skítamál á borgarstjóra.“En er ekki klókt pólitískt útspil að ná höggi á Dag með þessu? „Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er hann sem kemur sér sjálfur í þessa stöðu. Það er ekki af því mér sé illa við Dag eða af því að ég sé að koma honum út í horn. Hann kom sér þangað sjálfur.“ Áslaug segir margt ósagt, þrátt fyrir að tillagan hafi verið dregin til baka. „Málið er ekki búið. Við skiljum þetta ekki, hvaða gögn lágu fyrir? Þetta er kæruleysi og þetta eru afglöp.“ Vill einkavæðingu í velferðarkerfinuTalið berst að velferðarkerfi borgarinnar sem hefur einnig verið í deiglunni. Má segja að Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi formaður velferðarráðs, hafi farið út úr stjórnmálum með stæl, en sniðgöngutillagan er hennar, auk þess sem hún varpaði sprengju með uppgjöri sínu við árin í velferðarráði í viðtali fyrir tveimur vikum. Þar sagði Björk að sér hefði mistekist sem formaður. „Ég tek undir margt í máli Bjarkar. Ég held að það sé rétt að það hafi mistekist að koma skilyrðingunum í gegn. Björk talar um að erfitt sé að knýja fram breytingar, ég held að það sé rétt. En fyrst og fremst held ég að vandamálið hafi verið að hún hafði ekki stuðning félaga sinna. Ef allir eru sammála um að það þurfi að taka skref í þá átt held ég að það sé vel hægt að vinna úr því.“ Hún segir mikla fjármuni liggja undir. „Við sjáum hvað önnur sveitarfélög hafa gert, þau hafa tekið á málum með góðum árangri. Það hefur verið slaki í þessu í Reykjavík. Kerfið er staðnað. Okkur sárvantar fé til velferðarmála. Það eru gríðarlegar breytingar framundan, öldruðum fjölgar og fatlaðir fá ekki næga þjónustu. Kerfið sem við rekum mun ekki duga til að sinna þörfum þessa fólks eftir nokkur ár. Það blasir við. Hins vegar hefur lítið verið gert og virðist lítill vilji til þess að greina hvernig við getum mætt þessum þörfum með breyttu kerfi.“ Áslaug hefur sínar hugmyndir um hvernig eigi að breyta kerfinu. „Ég held að við þurfum að fara meira í útboð þar sem við bjóðum fólki að koma og reka velferðarþjónustu.“ Gengur ekki lengurÞú ert að tala um einkavæðingu? „Já. Bjóða út verkefnið. Þannig munum við fá fjölbreytni og þau fyrirtæki sem þá myndu líta dagsins ljós eru betur til þess fallin að fara í þá nýsköpun sem við þurfum í þessum geira. Við þurfum breytta nálgun. Nú er mikil óánægja með þjónustuna og hefur verið lengi.“ Þjónustan þurfi að vera á forsendum þess sem nýtir hana. „Þetta gengur ekki lengur. Og fólk þarf að taka það mjög alvarlega að ráðast í breytingar. Það kostar tíma og vilja. Viljinn er það sem fyrst og fremst þarf en hann vantar. Það blasir líka við að það er ekki nógu eftirsóknarvert að vinna í velferðarstörfum og við þurfum að gæta þess að sú þróun haldi ekki áfram. Við þurfum að búa til eftirsóknarvert starfsumhverfi. Ég held að það sé hægt með því að til verði fleiri fyrirtæki, meiri fjölbreytni, minni einingar sem geta mætt fólki á persónulegri og sveigjanlegri hátt heldur en Reykjavíkurborg getur gert.“ Hún segir hugmyndina að fyrirtækin reki sig á ákveðinni grunnþjónustu sem verði greidd af Reykjavíkurborg. „Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.“ Er ekki hættan að það verði mismunun? „Nei, við þurfum að gera það á þann hátt að það verði ekki. Eins og er verið að gera núna í heilbrigðisþjónustunni. Það eru heilsugæslustöðvar sem hafa tekið að sér reksturinn, fá til þess greitt úr ríkissjóði. Þar má fólk ekkert velja sér kúnna. Kúnnarnir hafa rétt á að sækja sér þjónustuna þangað vilji þeir það. Þannig er vel hægt að vinna í velferðarkerfinu. Um þetta held ég að geti náðst breið samstaða. Samfylkingin var á sínum tíma með þetta á stefnuskrá.“ Biðlisti er ekki eðlilegt vandamálÁslaug segir ekki um auðugan garð að gresja í þessum efnum. „Við höfum ekki val. Ábyrgð okkar sem höfum valist í þessi störf er að gæta þess að fjármagni sé ekki sóað heldur sé það nýtt til verkefna sem þarfnast þess mest. Nú er verið að brjóta á fólki í Reykjavík. Það er ekki að fá lögbundna þjónustu. Það er litið á biðlista eins og þeir séu eðlilegt vandamál. Mér finnst það uppgjöf. Mér finnst að maður eigi ekki að leyfa sér að gefast upp. Hvar eru flöskuhálsarnir? Hugsum þetta upp á nýtt.“ Áslaug tekur sem dæmi stuðningsþjónustu við fatlað fólk, eitthvað sem hún þekkir vel en elsta dóttir hennar er þroskaheft á einhverfurófi. „Þar eru langir biðlistar. Mér finnst skrítið að finnast það eðlilegt. Þegar fólk þarf grunnþjónustu inn á heimili til þess að geta búið sjálft. Mér finnst vont til þess að hugsa að fatlað fólk þurfi að bíða á biðlistum og sé að upplifa mikla óvissu um hvort það geti komist í gegnum daglegt líf.“ Ekki vanhugsuð framkvæmdAðspurð segir hún Ferðaþjónustu fatlaðra ekki vanhugsaða framkvæmd. Í vikunni bárust fréttir um að ungur, einhverfur strákur hefði verið skilinn eftir á vitlausum stað af bílstjóra þjónustunnar. „Maður fær sting í magann þegar fara að berast fréttir af því að fólk sé enn skilið eftir. Það að færa þjónustuna yfir til Strætó bs. var samt ekki vanhugsað. En það er margt í framkvæmdinni sem klikkar. Það er greinilega enn einhverju ábótavant. Ef þetta er enn að gerast eftir alla þessa umræðu, hvar erum við stödd? Auðvitað hljótum við að fara að spyrjast aftur fyrir um hvernig þetta gæti hafa komið fyrir.“ Sjálf hefur Áslaug verið notandi ferðaþjónustunnar, með dóttur sinni í mörg ár. Ferðaþjónustuna mátti bæta. Núna er til dæmis hægt að hringja með stuttum fyrirvara, áður þurfti maður að panta með meira en sólarhrings fyrirvara. Þjónustan er betri í flestum tilvikum.“ Hún segir fjölskyldur fatlaðra barna í borginni almennt rekast á veggi. „Þjónustan hentar ekki. Við eigum að gefa fjölskyldum frelsi. Þær eru í grunninn lausnamiðaðar og geta fundið lausnir á þessu og hinu en þær þurfa stuðning. Það er ekki lengur hægt að pakka þjónustunni þannig inn að þú getir bara valið um þennan pakka eða hinn.“ Hún segir of miklar áherslur á greiningar í kerfinu. „Þær virðast skipta öllu máli en hins vegar er lítið um svör þegar maður spyr hvernig sé best að ala upp til dæmis einhverfan einstakling. Mér finnst vanta þá faglegu ráðgjöf. Ég held að það sé fullt af fólki til í að veita hana, þess vegna myndi ég vilja sjá velferðarmarkað þar sem ég get leitað til ráðgjafa sem hafa lært alls konar meðferðir. Sú þjónusta yrði annaðhvort partur af grunnþjónustu ef það er metið svo eða þá ég borga fyrir það. Mér finnst vanta að borgin útskýri fyrir fólki hvað það geti gert til þess að bæta líf sitt og barna sinna. Fjárfesta í eigin velferð. Skuldastaða borgarinnar er slæm. Og hún fer versnandi. Skatttekjur duga ekki fyrir þjónustunni. Hvernig ætlum við að forgangsraða og hvernig ætlum við að bregðast við þegar við erum ekki að sinna því sem við þurfum? Ég get ekki séð að í þessari fjárhagsáætlunargerð sem nú er í gangi sé sá metnaður sem þarf til þess að ráðast í breytingar. Það þarf að breyta mörgu í Reykjavík og ég hef áhuga á að vera með í því. Ég vil ekki að okkur dagi uppi í stöðnuðu kerfi.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns. „Þá erum við komin með hættulegt fordæmi. Það var það sem ég var að reyna útskýra með þessu dæmi en hefði þurft að gera betur. En það er alveg ástæða til þess að nefna nasista vegna þess að í Evrópu eru nýnasistar að komast til valda. Það er ástæða til að óttast öfgahópa.“ Sjálfhverfur meirihlutiÁslaug vill að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri íhugi afsögn. „Okkur finnst málið miklu stærra en hann gerir sér grein fyrir. Það var kæruleysislega unnið. Í fyrstu heldur borgarstjóri því fram að málið hafi verið kannað af skrifstofu borgarlögmanns og innkaupasérfræðingum og tillagan brjóti ekki í bága við lög. Stuttu síðar kemur tilkynning frá utanríkisráðuneyti þar sem því þveröfuga er haldið fram. Þetta beinlínis brjóti gegn utanríkisstefnu. Það sem er alvarlegt er að Dagur segir að hann átti sig á því að sniðganga Reykjavíkurborgar við vörurnar sé afar veik leið og muni ekki hafa þau áhrif að líf fólks á svæðunum sem um ræðir verði betra, heldur væri meira táknræn. Hann samþykkir tillöguna án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum. Þegar viðbrögðin fara að berast í fjölmiðlum, vörur hverfa úr hillum í Bandaríkjunum, sala á íslensku vatni er í uppnámi, ferðaþjónustan kvartar og allar línur glóa í utanríkisráðuneytinu, þá vakna viðbrögð hjá Degi og hann er mest reiður sjálfum sér fyrir að skaða meirihlutann sem mér finnst lýsa sjálfhverfu.“ Áslaug segir viðhorf meirihlutans eins og enginn skaði hafi orðið. „Eða að skaðinn skipti ekki máli heldur værum við í minnihluta að tromma upp einhvers konar skítamál á borgarstjóra.“En er ekki klókt pólitískt útspil að ná höggi á Dag með þessu? „Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er hann sem kemur sér sjálfur í þessa stöðu. Það er ekki af því mér sé illa við Dag eða af því að ég sé að koma honum út í horn. Hann kom sér þangað sjálfur.“ Áslaug segir margt ósagt, þrátt fyrir að tillagan hafi verið dregin til baka. „Málið er ekki búið. Við skiljum þetta ekki, hvaða gögn lágu fyrir? Þetta er kæruleysi og þetta eru afglöp.“ Vill einkavæðingu í velferðarkerfinuTalið berst að velferðarkerfi borgarinnar sem hefur einnig verið í deiglunni. Má segja að Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi formaður velferðarráðs, hafi farið út úr stjórnmálum með stæl, en sniðgöngutillagan er hennar, auk þess sem hún varpaði sprengju með uppgjöri sínu við árin í velferðarráði í viðtali fyrir tveimur vikum. Þar sagði Björk að sér hefði mistekist sem formaður. „Ég tek undir margt í máli Bjarkar. Ég held að það sé rétt að það hafi mistekist að koma skilyrðingunum í gegn. Björk talar um að erfitt sé að knýja fram breytingar, ég held að það sé rétt. En fyrst og fremst held ég að vandamálið hafi verið að hún hafði ekki stuðning félaga sinna. Ef allir eru sammála um að það þurfi að taka skref í þá átt held ég að það sé vel hægt að vinna úr því.“ Hún segir mikla fjármuni liggja undir. „Við sjáum hvað önnur sveitarfélög hafa gert, þau hafa tekið á málum með góðum árangri. Það hefur verið slaki í þessu í Reykjavík. Kerfið er staðnað. Okkur sárvantar fé til velferðarmála. Það eru gríðarlegar breytingar framundan, öldruðum fjölgar og fatlaðir fá ekki næga þjónustu. Kerfið sem við rekum mun ekki duga til að sinna þörfum þessa fólks eftir nokkur ár. Það blasir við. Hins vegar hefur lítið verið gert og virðist lítill vilji til þess að greina hvernig við getum mætt þessum þörfum með breyttu kerfi.“ Áslaug hefur sínar hugmyndir um hvernig eigi að breyta kerfinu. „Ég held að við þurfum að fara meira í útboð þar sem við bjóðum fólki að koma og reka velferðarþjónustu.“ Gengur ekki lengurÞú ert að tala um einkavæðingu? „Já. Bjóða út verkefnið. Þannig munum við fá fjölbreytni og þau fyrirtæki sem þá myndu líta dagsins ljós eru betur til þess fallin að fara í þá nýsköpun sem við þurfum í þessum geira. Við þurfum breytta nálgun. Nú er mikil óánægja með þjónustuna og hefur verið lengi.“ Þjónustan þurfi að vera á forsendum þess sem nýtir hana. „Þetta gengur ekki lengur. Og fólk þarf að taka það mjög alvarlega að ráðast í breytingar. Það kostar tíma og vilja. Viljinn er það sem fyrst og fremst þarf en hann vantar. Það blasir líka við að það er ekki nógu eftirsóknarvert að vinna í velferðarstörfum og við þurfum að gæta þess að sú þróun haldi ekki áfram. Við þurfum að búa til eftirsóknarvert starfsumhverfi. Ég held að það sé hægt með því að til verði fleiri fyrirtæki, meiri fjölbreytni, minni einingar sem geta mætt fólki á persónulegri og sveigjanlegri hátt heldur en Reykjavíkurborg getur gert.“ Hún segir hugmyndina að fyrirtækin reki sig á ákveðinni grunnþjónustu sem verði greidd af Reykjavíkurborg. „Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.“ Er ekki hættan að það verði mismunun? „Nei, við þurfum að gera það á þann hátt að það verði ekki. Eins og er verið að gera núna í heilbrigðisþjónustunni. Það eru heilsugæslustöðvar sem hafa tekið að sér reksturinn, fá til þess greitt úr ríkissjóði. Þar má fólk ekkert velja sér kúnna. Kúnnarnir hafa rétt á að sækja sér þjónustuna þangað vilji þeir það. Þannig er vel hægt að vinna í velferðarkerfinu. Um þetta held ég að geti náðst breið samstaða. Samfylkingin var á sínum tíma með þetta á stefnuskrá.“ Biðlisti er ekki eðlilegt vandamálÁslaug segir ekki um auðugan garð að gresja í þessum efnum. „Við höfum ekki val. Ábyrgð okkar sem höfum valist í þessi störf er að gæta þess að fjármagni sé ekki sóað heldur sé það nýtt til verkefna sem þarfnast þess mest. Nú er verið að brjóta á fólki í Reykjavík. Það er ekki að fá lögbundna þjónustu. Það er litið á biðlista eins og þeir séu eðlilegt vandamál. Mér finnst það uppgjöf. Mér finnst að maður eigi ekki að leyfa sér að gefast upp. Hvar eru flöskuhálsarnir? Hugsum þetta upp á nýtt.“ Áslaug tekur sem dæmi stuðningsþjónustu við fatlað fólk, eitthvað sem hún þekkir vel en elsta dóttir hennar er þroskaheft á einhverfurófi. „Þar eru langir biðlistar. Mér finnst skrítið að finnast það eðlilegt. Þegar fólk þarf grunnþjónustu inn á heimili til þess að geta búið sjálft. Mér finnst vont til þess að hugsa að fatlað fólk þurfi að bíða á biðlistum og sé að upplifa mikla óvissu um hvort það geti komist í gegnum daglegt líf.“ Ekki vanhugsuð framkvæmdAðspurð segir hún Ferðaþjónustu fatlaðra ekki vanhugsaða framkvæmd. Í vikunni bárust fréttir um að ungur, einhverfur strákur hefði verið skilinn eftir á vitlausum stað af bílstjóra þjónustunnar. „Maður fær sting í magann þegar fara að berast fréttir af því að fólk sé enn skilið eftir. Það að færa þjónustuna yfir til Strætó bs. var samt ekki vanhugsað. En það er margt í framkvæmdinni sem klikkar. Það er greinilega enn einhverju ábótavant. Ef þetta er enn að gerast eftir alla þessa umræðu, hvar erum við stödd? Auðvitað hljótum við að fara að spyrjast aftur fyrir um hvernig þetta gæti hafa komið fyrir.“ Sjálf hefur Áslaug verið notandi ferðaþjónustunnar, með dóttur sinni í mörg ár. Ferðaþjónustuna mátti bæta. Núna er til dæmis hægt að hringja með stuttum fyrirvara, áður þurfti maður að panta með meira en sólarhrings fyrirvara. Þjónustan er betri í flestum tilvikum.“ Hún segir fjölskyldur fatlaðra barna í borginni almennt rekast á veggi. „Þjónustan hentar ekki. Við eigum að gefa fjölskyldum frelsi. Þær eru í grunninn lausnamiðaðar og geta fundið lausnir á þessu og hinu en þær þurfa stuðning. Það er ekki lengur hægt að pakka þjónustunni þannig inn að þú getir bara valið um þennan pakka eða hinn.“ Hún segir of miklar áherslur á greiningar í kerfinu. „Þær virðast skipta öllu máli en hins vegar er lítið um svör þegar maður spyr hvernig sé best að ala upp til dæmis einhverfan einstakling. Mér finnst vanta þá faglegu ráðgjöf. Ég held að það sé fullt af fólki til í að veita hana, þess vegna myndi ég vilja sjá velferðarmarkað þar sem ég get leitað til ráðgjafa sem hafa lært alls konar meðferðir. Sú þjónusta yrði annaðhvort partur af grunnþjónustu ef það er metið svo eða þá ég borga fyrir það. Mér finnst vanta að borgin útskýri fyrir fólki hvað það geti gert til þess að bæta líf sitt og barna sinna. Fjárfesta í eigin velferð. Skuldastaða borgarinnar er slæm. Og hún fer versnandi. Skatttekjur duga ekki fyrir þjónustunni. Hvernig ætlum við að forgangsraða og hvernig ætlum við að bregðast við þegar við erum ekki að sinna því sem við þurfum? Ég get ekki séð að í þessari fjárhagsáætlunargerð sem nú er í gangi sé sá metnaður sem þarf til þess að ráðast í breytingar. Það þarf að breyta mörgu í Reykjavík og ég hef áhuga á að vera með í því. Ég vil ekki að okkur dagi uppi í stöðnuðu kerfi.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira