Hvað með einstaklingsíþróttir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 24. september 2015 14:14 Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar